þriðjudagur, desember 02, 2008
Eg og Maggi vorum ad baka i gaer :) enjoy
Halla caught a star @ 13:41
miðvikudagur, nóvember 05, 2008
Hvað er að verða um heiminn???
Eins og Jón Baldvin Hannibalsson sagði "Ef það gerist í nótt að svartur maður sem er ættaður frá Kenía með millinafnið Hussein verður forseti Bandaríkjanna, þá hefur heimurinn breyst,”- Say no more!! Já...Til hamingju Obama ef þú ert að lesa ;)
Fólk hérna á klakanum er að skíta uppá bak! Ég er að tala um að útborgunin á íbúðinni minni fór núna uppí 225 þúsund krónur!!!!!!!!!!!!!!! Er þetta grín?????????? Og á meðal manneskja að geta staðið undir þessu?? Ein að borga afþessu! Svo á eftir að greiða alla aðra reikninga, mat og bensín út mánuðinn.... Now for real, are you kidding me?? Ég er að spá í að leggjast í dvala og vakna ekki fyrr en krónan er búin að styrkjast um 300% ;)
Kvart nr. 2 = Harðidiskurinn í tölvunni minni er stúúúútfullur! Ég hringdi í apple til kanna með verð á nýjum disk, sem er þá 160 GB. Nýr diskur kostar 10.000,- og svo sagði stelpan mér að vinnan við að skipta um disk kostar 4700...ss 15.000 kall fyrir einn harðann disk! Nema hvað að ég hringdi í gær til að meika sjor að þetta væri verðið (var að gera mér vonir um að verðið hefði LÆKKAÐ!! ahahaha) þá allt í einu sagði stelpan mér að vinnukostnaðurinn væri FRÁ 5000-10.000! Munurinn á verðinu fer eftir því HVERSU LANGAN TÍMA ÞAÐ TEKUR að skipta um disk!!! Er ekki í lagi?? Ef gaurinn ákveður að slóra aðeins, fá sér smá kaffi, hringja í rauðu línuna eða whatever þarna á meðan hann er að vinna, þá allt í einu kostar það mig 20.000 krónur að skipta um disk!!!!!!!!!!!!! Er ekki allt í lagi???
Eeeeeeeeeennn.... til að kæta ykkur aðeins, þá eru 49 dagar til jóla :D Bara svona svo að ég sé ekki nöldrandi hér í allan dag :)
Það gengur ótrúlega vel með Hexy og Lucy :) Þær leika sér saman allan daginn og þurfa ekkert á mér að halda :( Sem er frekar sorglegt :O hahahaha Þær eru svo miklar snúllur að mig langar helst til að knúsa þær allan daginn :D
Halla caught a star @ 08:23
þriðjudagur, október 28, 2008
Þá er komið að frumsýningunni!!!!! Daddaddadaadaadaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa: LUCY!!!!!!!!!!! Litla skottan með annað eyrað niðri :) En þau eru bæði komin upp núna ;) Hún og Hexy eru orðnar ekkert smá góðar vinkonur :) Þær kúra alltaf saman í fanginu mínu :D Hexy er ný búin að uppgötva uppá nýtt hvernig á að leika sér! Hún hleypur um eins og vitleysingur með Lucy á hælunum :) Það gengur mjög vel þær og ég sé svo enganvegin eftir að hafa keypt Lucy músí :*
Halla caught a star @ 18:20
sunnudagur, október 05, 2008
Hahaha... blogga eftir helgi..þarna plataði ég ykkur rækilega! Ég sagði aldrei hvaða helgi ;) En þetta svaka leyndó sem ég var að tala um...er bara alls ekkert leyndó ;) Þannig er mál með vexti að ég er að spegúlera mikið í að fá mér annan hund! Ég á eina frátekna Maltese tík, hún er núna orðin 3ja vikna og er algjör snúlla!! En málið er að hún kostar hvorki meira né minna en 300 þúsund krónur! Eins og glöggir Íslendingar hafa eflaust flestir tekið eftir, þá er kreppa hér á landi! Þannig að það er spurning hvort að maður eyðir heilum 300 þúsund krónum í hund???? En það er annað mál í stöðunni... það er önur tík sem mér stendur til boða, hún er Chihuahua (eins og Hexy er), hún er 6 eða 7 vikna (gæti því fengið hana eftir 2-3 vikur) og hún kostar "einungis" 180 þúsund kr.... það er samt alveg heilum 120 þúsund ódýrari.... Ég er ekki með mynd af tjúa tíkinni... þannig að þegar ég er komin með mynd af þeim báðum, þá skal ég setja þær inn....
Hvolpa Chihuahua:
Fullorðinn Chihuahua: Hvolpa Maltese:
Fullorðinn Maltese:
Og nú reynir á ykkur kæru lesendur! Hvað ráðleggið þið mér að gera???? Bannað að segja að ég eigi að spara peninginn og sleppa hundinum.... því það er ekki að fara að gerast... Hexy þarf að fá leikfélaga,. bara spurning hvort það verður Maltese eða Chihuahua?? HELP!!!
Annars var ég að mæta í vinnuna í dag eftir 2ja daga "frí"... Kuldinn hérna í flugstöðinni er óbærilegur! Ég er að spá í að mæta á morgun með hitamæli og reka hann síðan framaní yfirmenn mína til að sanna það fyrir þeim að þetta séu ekki eðlileg vinnuskilyrði! Las meira að segja einhverstaðar á VR.is að ef hitastig á vinnustað fer niðurfyrir 18° eða uppfyrir 23° þá má maður fara HEIM!!! Ég held að það sé ástæðan fyrir því að ég ætli að koma með mælinn... bara þannig að ég geti farið beint heim aftur ;)
Jæja... kveð að sinni :) ekki gleyma að segja mér ykkar skoðun á hundamálinu!!
Halla caught a star @ 20:45
föstudagur, september 19, 2008
Jæja... þá er þetta svakalega afmæli afstaðið!! Vil þakka öllum sem komu kærlega fyrir komuna og takk æðislega fyrir mig- þetta var ekkert smá gaman!!!!!!!!! Greinilegt að neon þema klikkar ekki :)
Bollan var sjúk!! Hún var blá og og stútfull af blikkandi ísmolum! Svo ekki sé talað um þurrísinn! Þetta var klikkað! Ég fékk að sjálfsögðu flottasta glasið :) En ekki hvað! Prinsessan sjálf ;) Strákarnir að missa sig í neon fílingnum!!!
Maggi hözzlaði þetta kvöld!! Hann og Stebbi voru mjög nánir.... eins og sést veeeel á þessum myndum!
Jello skotin klikkuðu að sjálfsögðu ekki!!! Var með 50 sprautur fullar af jell-o og áfengi!! Sluuurrp* Þegar ég fór útí apótek að kaupa allar sprauturnar horfði konan á mig eins og ég væri e-ð heiladauð! Svo þegar ég sagðist vilja fá 4 stórar í viðbót við þessar 50 þá hélt ég að það ætlaði að líða yfir greyið konuna! Hún fór að útskýra fyrir mér muninn á nálunum í sprautunum og blabla... Svo þegar ég ropaði því loksins útúr mér að þetta væri fyrir partý og að ég væri að fara að búa til jello skot þá kom allt annar svipur á kellu! -- Annars er ég með roaslegar fréttir!!! Fylgist vel með blogginu í næstu viku..... Kiss kiss og útaf
Halla caught a star @ 13:09
miðvikudagur, september 10, 2008
Lalalalallallaaaa... (strumpalagið) Ég held að þetta sé síðasti pósturinn minn á meðan ég er 22 ára gömul... því næst verð ég...daddaddadadadaaaaaaa 23 :D Og yfir í ALLT ANNAÐ mál..... Hvað er að gerast í pólitík þessa lands??? Hafa þeir ekki stjórn á neinu?? Það á t.d. að vera heimsendir í dag (vonandi náið þið samt að lesa þetta áður...) Hvað er að frétta af því?? Riiiight! Ok, núna stend ég frammi fyrir all svakalegu vali í mínu lífi- hvar ég á að kaupa líkamsræktarkort!! Kortið mitt fer að renna út og ég þarf að kaupa nýtt. Er búin að vera að spegúlera mikið í þessu... Er þetta samt grín hvað þetta er viðbjóðslega dýrt???? Eins og t.d. sporthúsið.. árskort hjá þeim er á 51.900 krónur! Sem þýðir að það er á 4.325 kr á mánuði!!!! Svo á ég EFTIR að borga einkaþjálfaranum :( Sjitt sko!! Magga t.d. var að kaupa sér kort í u.s.a. og það var 4.000 kr KORTIÐ!! Svo reyndar þarf hún að borga 1.200 á mánuði líka, en það er samtals 18.400 kr!! Sem gera 33.500 kr mun á kortunum!!!!!!!!!!!!!!!!!! Og eitt enn.... Til hamingju með afmælið Bjarki megakútur!!En hey... bara svona uppá flipp, þá fáið þið hér nokkrar góðar :) Ég og Birgitta Ég og Janni Cool Ég og Helgi Bóndastrákur Hvert er gaurinn að horfa?????????????? Ég og Megashine Við í brjálaðri fílu!!!
Halla caught a star @ 08:42
mánudagur, júní 23, 2008
Já sæll.... munið þið eftir mér? Ekkert smá langt síðan maður bloggaði... but what the fuck :) Er að því núna so don't go all crazy on me :)
Síðan síðast er ég sko búin að vera buuuusssyyyy!!! Gerði mér lítið fyrir og skellti mér til Asíu... Já, þú last rétt...Asíu! Fór þangað með Láru Rellu og vorum við þar í mánuð. Ferðin byrjaði á því að ég fór til Danmerkur og kíkti smá á heimilisaðstæður Danastelpunnar. Þær fengu fína einkunn, þannig að okkur var óhætt að skella okkur í 11 tíma flug til Bangkok! Ég held að spennan hafi verið í hámarki og náði topnum þegar við lentum! Þegar við stigum útúr vélinni var eins og við hefðum labbað á vegg...hitinn og rakinn var það mikill! Við vorum í bangkok í nokkra daga, fórum í hjólatúr sem var ein ótrúlegasta upplifun ever! Hjóluðum í gegnum Bangkok með öllu tilheyrandi= geðtruflaða umferðin, regnskógurinn, slömmið ofl. Á mörgum tímapunktum hélt ég að ég væri ekki að fara að lifa daginn af :S
Eftir Bangkok fórum við til Koh Tao, sem er b.t.w. ein geðsjúkasta eyja sem ég hef á ævinni séð! Þar skelltum við okkur í skóla og lærðum að kafa :) Það tók 4 daga, ekkert grín að læra á allan þennan búnað og læra öll öryggis merkin og hvað maður á að gera ef e-ð kemur uppá þegar maður er á 20 metra dýpi! Lærðum fyrst e-ð smá í sundlauginni sem var bara 6 metra djúp, og við vorum seriously næstum búnar að baila á að fara í sjóinn! En þegar við köfuðum í sjónum var eins og e-r æðri máttur væri í manni! Það var allt öðruvísi en í lauginni og svo miklu auðveldara, og ég tala nú ekki um skemmtilegra! Að sjá alla þessa fiska í öllum regnbogans litum synda um útum allt, narta í mann og læti.... VÁ! Ég vildi aldrei fara uppúr! Og þessir 18 metrar sem við vorum að stressa okkur á voru pís of keik!
Næst var það Koh Phangan sem Full Moon partýið var á... sjaldan sem maður sér svona mikið af útúr poppuðu liði! Allir á E-töflum og einhverju öðru sem ég kann ekki nöfn á! Það voru um 7-10 þúsund manns á ströndinni þannig að þetta var doldið crowded.
Þaðan fórum við á Koh Lanta...þar get ég sagt að mesta afslöppunin hafi verið! Láum í "sólinni" allan tímann... Það komu 2 og 1/2 dagur sem skýin voru ekki mikið að trufla okkur :) Held að það hafi verið það eina sem við sáum af sólinni! Við fórum líka á Thai cooking course og lærðum að elda allskonar Tælenskann mat, er farin að taka við pöntunum á matarboðum...látið mig bara vita hvenar þið viljið koma ;) OMG!! Svo fórum við líka á mótorhjól!!! *hóst*vespu*hóst* Ég hef aldrei gert það áður þannig að ég var mjög spennt... og drullu góð :D hehe
Koh Phi phi var næst, þar vorum við öll kvöld einsog verstu grúppíur á Hippo bar sem trúbadorinn okkar spilaði fyrir okkur..og hugsanlega fyrir hina sem voru á staðnum ;) Við fórum líka í dagsferð á stöndina sem The Beach Með Leo Dicaprio var tekin upp! Sjúklega fallegur staður, eins og flestar eyjurnar og strendurnar þarna í kring!
Næst var stefnan tekin á Malasíu= Kuala Lumpur! Þar var djammað...djammað... já og djammað! Sjúklega gaman og yndislegt fólk! Lára átti afmæli þarna úti, varð 25 (ég er btw ennþá 24!!!) Fórum út að borða í 300 metra háum turni, geggjað útsýnið!!
Síðan var það Bangkok aftur í 1 sólarhring og svo heim til klakans :) Þetta var sagan í mjög stuttu máli :D
Eftir að ég kom heim er ég búin að vinna á hverjum einasta degi og er meira að segja búin að vera á 12 og 18 tíma vöktum!! Sjúklega busy! En ég er samt að taka við fólki í heimsóknir á kvöldið *hint*hint* ;)
Ég, Birgitta og Megashinið skelltum okkur á djammið á föstudaginn... I so needed it! Hittum Helga, Nonna og Runa...eða "hittum þá"... buðum okkur eiginlega sjálf heim til þeirra og bjuggum til partý :o hehe Way to go Halla! En hey, það var geggjað gaman hjá okkur... eins og alltaf þegar við djömmum saman :)
Anyway... er að verða búin með skrif kvótann, skrifa aftur fljótlega... I promise :) Love you long time! Halla
Halla caught a star @ 22:09
|
|