miðvikudagur, desember 29, 2004
Gleðileg jól snúllurnar mínar :)
Sorry að ég er ekkert búin að skrifa lengi....en ég var bara að mótmæla smá..!!
Ég sé nefninlega engann tilgang í að skrifa inná þetta blogg nema einhver læsi þetta og skrifaði í komment.
En svo komst ég að því að ég sjálf hef bara mjög gaman að því að skrifa inná bloggið (gott að ég get skemmt einhverjum....) -þetta veitir mér pínu útrás :)
Aaahhhhh :)
En verð ég nokkuð að byrja þar sem frá var horfið?
Það gæti orðið löng og fremur leiðinleg lesning, þannig að ég sleppi því bara ;)
En það er samt margt sem ég þarf að segja *roðn*
Ég vil byrja á því að þakka öllum þeim sem að sendu mér jólakort.....oh wait--no wait--ég fékk engin jólakort!!!! (nema frá Huldu...)
Þá vil ég í staðin þakka þeim sem að gáfu mér jólagjafir :)
Ég er mjög ánægð með þær allar :)
Ég held að það sé bara mjög fátt sem að ég ætla að skipta!
Ég fékk nokkra bleika hluti (enda hefði ég þurft að fá áfallahjálp ef að ég hefði ekki fengið bleikt).
Ég fékk t.d bleikt Ipod, bleika himnasæng, bleika hand tösku, bleika tösku undir tölvuna mína, bláann rúllukragabol, bleikt vinaband....bíddu-bíddu-bíddu....sagði ég BlÁANN rúllukragabo?!?!?!?!?!?! Hvað skeði! Veit fólk ekki að ég geng bara í bleiku??
Hehehe eða ekki alveg....æ svo fékk ég fullt af öðru dóti :)
Bræður mínir voru ekki par hrifnir af því að ég skildi fá flesta pakkana OG möndlugjöfina :)
En það var eitt sem að ég varð hissa á...ég fékk engann geisladisk í jólagjöf (nema frá kúnnanum sem að gaf mér jólagjöf)....eins og mig langaði í marga diska.
En frá jólunum yfir í áramótin:
Nú árið er liðið í aldanna skaut- og ALDREI það kemur til baka :'(
Ég sit alltaf fyrir framan sjónvarpið klukkan 12 á miðnætti á gamlárs og horfi á gamla árið hverfa og það nýja koma....Það er eina stundin á árinu sem að ég grenja og grenja og mamma þarf bókstaflega að halda utanum mig og hugga mig! How pathetic!
Mér finnst bara svo sorglegt að árið sé farið og það komi aldrei til baka....Ég og Svavar Örn tískulögga eigum það sameiginlegt!
Hann sagði við mig um daginn "Halla mín...við verðum bara að vera saman á áramótunum til að geta huggað hvort annað".....
Þessi áramót verða aðeins öðruvísi heldur en ég er vön....reyndar höfum við aldrei haft neina fasta venju um áramótin!
T.d erum við alltaf með eitthvað öðruvísi í matinn....
Við vorum einusinni alltaf með kalkún, en árið 2000 voruim við með villibráða kvöld (hreindýr, gæs, rjúpu) og síðan þá höfum við haft hreindýr.
En á jólunum í ár vorum við með hreindýr- þannig að við fáum rjúpu núna um áramótin (ekki spurja mig afhverju við skiptum.....) því við erum ALLTAF með rjúpur um jólin!
Allavegana.....
Það besta við þessi áramót er það að pabbi kallinn verður heima :) Hann átti að vera að vinna en þeir hjá Icelandair voru svo almennilegir að sleppa því að senda hann út um áramótin, en hafa hann úti allan Janúar í staðin!!! Takk fyrir hugulsemina ;)
Jæja....ég vil allavegana þakka ykkur, elskurnar mínar, fyrir allt sem við erum búin að ganga í gegnum saman á árinu....búin að kynnast fullt af nýju fólki sem að hefur stimplað fótspor inní hjartað mitt og það verður ekki máð svo auðveldlega í burtu :)
Vá....þetta er alveg ræða til drama-sápu-verðlauna!!! Ég gæti fengið Óskar!!
Gleðilegt jól og gott & farsælt komandi ár :)
P.s Ég skrifaði þetta allt sjálf þannig að þið getið ekki sakað mig um ritstuld......
Halla caught a star @ 13:11
mánudagur, desember 06, 2004
Uuuaaaaawwwwhhhhhh *geysp*
Vá...ég er ekkert smá þreytt :(
Ég vaknaði kl 6 í morgun og ég var ekki alveg að meika það!!!
En núna vil ég formlega óska henni Helgu minni innilega til hamingju með húsið sitt :)
Hún var *loksins* að flytja að heiman :)
Hún er að leigja með Sturla og síðan koma Anna og Oddur seinna og leigja með þeim :)
Við erum búnar að fara í fullt af verslunarleiðöngrum og "kaupa í búið" hehehehe :)
En ég sé það alltaf meira og meira hvað ég þrái það að flytja að heiman! Að fara og versla helling af dóti sem að MIG langar í -ekki mömmu og pabba!!!!
Í gær fórum við t.d. í IKEA og misstum okkur aðeins í innkaupunum.....
Í dag ætlum við að fara í Hörpu sjöfn og eitthvað og fara síðan heim og þrífa meira :) Ég er búin að hjálpa henni smá að þrífa.....Jisúss minn einasti hvað hún er búin að þurfa að þrífa mikið eftir sóðaskapinn í fyrri leigjendum!!!! Ég læt það ósagt hver það var!!!
Ég fór á jólahlaðborð um helgina, það var svosum ágætt!
Maturinn var góður= clean-animal and goos (hreindýr og gæs).
Stebbi Hilmars og Eyvi spiluðu yfir matnum og ég get sko sagt ykkur það að konurnar voru alveg að missa sig þarna yfir þeim! Don´t you people have any dignity???
En þetta var samt alveg ágætt.... :)
Snúum okkur nú að öðrum málum.....Hafiði séð White Chicks?
Guð hjálpi mér hvað Marlon Wayans er fallegur!!!!
Og notabenið...ég er EKKI að tala um "fallega" bróðirinn heldur hinn-HINN= lúðann *roðn*
Ég er nottla búin að vera skotin í honum síðan ég fór fyrst til hennar amríku....eða þið vitið....síðan ég sá hann fyrst í "The Wayans brothers" þáttunum *hjörtu*hjörtu*
Hann er hinsvegar 11 árum eldri en ég....but who cares?????
Hann er svo cool....hann er svo mikill "niggari" (ég sagði þetta ekki) og svo mikill töffari með attítjút :) Ég veit ekki afhverju, en ég fell alltaf fyrir því, ekkert endilega brjáluðum töffurum, en gaurum með attítjút *roðn*
Ok-ég ætla ekki að fara út í smekk minn á karlmönnum.....
Ég ætla að fara með þessa mynd með mér á eftir til Helgu og ætla sko að sýna henni að hann er einn mest coolaðasti og tjah já, fallegasti gaur sem að ég veit um!!!
Eeeeennnn...hafiði séð "Elf"?
Það er ekkert smá fyndin og góð mynd :)
Ein besta álfa-jóla-grín mynd sem að ég hef séð.....eða ok, kannski sú eina :)
Ég allavegana náði að hlæja allnokkrum sinnum að henni :)
Bossinn er kominn, garagó :)
Tjáw....
P.s....ég er búin að fá Friends spilið ef einhver er game :)
Halla caught a star @ 07:54
|
|