sunnudagur, janúar 02, 2005
Elsku músirnar mínar, gleðilegt ár og takk fyrir allt það gamla :)
Hvernig voru áramótin ykkar?
Mín voru ekkert spes :(
Eini dagurinn sem að ég átti ekki inneign (á notabenið ALLTAF inneign) þá hringir enginn í mig, og ég gat ekki hringt í neinn til að spurja hvar liðið væri svo að ég gæti komið og hitt alla!
Bastards....
Anyway....ég var bara heima með mömmu og pabba.
Það var ekki brenna um kvöldið -as you might have heard- þannig að ég hékk bara inni og gerði ekki shit!
En reyndar fórum ég og mamma aðeins yfir til Brynju og Eyþórs um 2 leytið. Strákurinn hans Eyþórs var þarna (hann er e-ð eldri en ég) og hann er allur alskeggjaður!!! Mér finnst það ekkert smá fyndið!
Hann væri svo miklu fallegri ef að hann væri ekki með svona mikið skegg!
Smá rót er í fínu lagi-en ekki alskegg!!
Einusinni fór ég yfir og hann var bara á nærbuxunum (mig vantaði aukalykil og vakti hann víst....) og meeeen hvað það var neyðarlegt......
Allavegana- nóg um hann---
Við semsagt kíktum smá yfir og vorum komnar aftur heim eftir hálftíma.....
Svo fór mín bara að sofa! Fuuunnn!!!
*En sáuð þið skaupið???
Ég verð bara að segja að mér þótti þetta eitt besta skaup sem hefur verið í mörg ár!!!
Og að fá Ladda í þetta líka--þið vitið hvað ég elska kauðann mikið!!!*
Í gær á nýársdag var ég bara uppí rúmi að horfa á DVD.
Svo fór ég seinnipartinn á brennuna og hitti Möggu þar :)
Flugeldasýningin var geggjuð!! Að sjálfsögðu var okkar miklu flottari heldur en Kópavogssýningin!! Muahahahahaha
Svo um kvöldið komu Erla og co. og Stebbi og co. í mat....þetta var bara ákveðið á síðustu stundu, þannig að það var ekki einusinni búin að kaupa mat handa liðinu! En við redduðum þessu og sulluðum bara öllu saman og höfðum svona "Nýárs-Buffett" :)
Síðan fórum við systkinin og frændsystkinin (og að sjálfsögði Hafdís) yfir í kópavoginn og fórum að spila 70. min.
Ég er að segja ykkur það...þetta spil er SNILLD!!!!!
Það sem að ég var ekki látin gera í þessu spili!!!
Ég var látin drekka ógeðisdrykk (mjólk, tómatsósa, olía og rauðkál--þannig að ég skil núna afhverju þetta heitir "ógeðis"drykkur!!!!!!), sleikja tærnar á Ragnari, borða fullan munna af karmellum (tuggðar) útúr Hafdísi, breik dansa og fullt meira!!! Ég þakka samt fyrir að ég hafi ekki þurft að gera það sama og sumir aðrir! Hafdís þurfti að sleikja hálsinn á mér (sem er reyndar ekkert ógeðslegt--að mínu mati--hahahaha) Birgir þurfti að sleikja handarkrikann á Bjarka (hann var sko búinn að vera ofvirkur allt kvöldið þannig að hann var orðinn ýkt sveittur OG er loðinn undir höndunum!!!!) Hafdís þurfti að hringja í einhvern útí bæ og halda manneskjunni í símanum í mínútu, Trausti þurfti að bleyta sokkinn sinn og drekka safann sem hann kreisti úr honum, Hafdís þurfti að hafa sokkinn hans Birgis uppí sér í 30 sek. og fullt meira.....
Ég ætla að kaupa mér þetta spil og ég mana ykkur ÖLL í að koma með mér í það :)
Muahahahahahahahaha
Núna er ég bara í vinnunni og mér hundleiðist :(
Ég er að fara að hitta Möggu, Helgu Ó og Kristínu á eftir og við erum að fara að lita hárið á þeim og skoða skóla ofl í Dk :)
Ég heyri í ykkur seinna :)
Halla caught a star @ 13:08

|
|