mánudagur, febrúar 21, 2005
Jæja, þá er helgin búin og ég hef ekkert til að hlakka til fyrr en þar næstu helgi :( Því að þá fer ég aftur á AKUREYRI :) Jibbííí :) Næsta helgi verð ég rúmliggjandi eftir jaxlatöku #2 :'( *sniff*sniff* Hver vill koma að heimsækja mig?? Ég skal vera tilbúin með video í annarri og "pain-killer" í hinni :)
En helgina þar á eftir fer ég til Aey með familíunnu og já...ég er að hugsa um að fara að djamma aftur :)
En svona bara svo að ég tali nú aðeins um 'þessa' helgi...þá fór ég á árshátíð hjá Flugfélaginu um helgina :) Ég og Margrét fórum saman með Flís-vélinni klukkan 14 som´n....Ég verð bara að segja að ég hafi aldrei verið í jafn skemmtilegu flugi :) Flugstjórinn reytti af sér brandarana í kallkerfinu, Flugfreyjan var með látbragðsleik og Atle var með standup :) Síðan lentum við á Aey rétt um 3. Fólk þar á bæ var að halda því framm að ég hafi veriðað horfa í einhverja ákveðná átt...en ég er búin að komast að því að ég varð að gera það vegna vindáttar...!!! Annars hefði hatturinn fokið af mér og gellu-lookið hefði verið til einskis!! En ég reyndi þó að fara inní afgreiðsluna að tala við ákveðna fólkið, en ákveðna fólkið var ekki þar.... Anywho...við fórum með rútu niðrá hótel og fengum þar hið fínasta herbergi :) Þar sem að klukkan var bara rétt að verða 16 ákváðum við Manjé að fara smá á búðarráp og jafnvel í ríkið góða. Sú saga endar hér. (aðallega vegna þess að það eru víst engar búðir opnar lengur en til 16!!!! Og ríkinu lokar klukkan 16 á LAUGARDEGI!!!!) Því fórum við bara aftur uppá herbergi og ákváðum að byrja bara strax á því að gera okkur fínar og sætar :) Við fórum síðan niður um hálf átta og fengum þennan "fína" fordrykk. Ingibjörg gerði bylgju þegar að hún frétti það að Halla hafi fengið sér áfengann drykk :o Ekki nóg með það að hafa fengið sér áfengann drykk...heldur var mín bara haugafull allt kvöldið (og þá ekki bara af fordrykknum hehehehe) Eftir kvöldmatinn hittum við Jónas, og slóst hann í för með okkur. Margrét reyndar bailaði á okkur Jónasi og fór á trúbadora kvöld uppá herbergi hjá tölvu-strákunum! Á með héngum við Jónas-boy á barnum í mikilli vinsæld þar.... Ég smakkaði "Lemmon-drops" (er það ekki annars?)..og var næstum farin að grengja á staðnum!! Vodka-staup með spá sítrónu...ég læt sko ekki plata mig aftur útí svona lagað!! Síðan náðum við í Margréti og töffarana og röltum útá Kaffi Akureyri. Margrét bailaði strax á mér og fór með ónefndum aðila heim (en ekkert gerðist bara svo að það sé á hreinu). Þannig að mín endaði bara á að dansa allt kvöldið með Jónasi, Gumma og Jóa og ég skemmti mér bara konunglega :) sumir þurftu reyndar að fara heim "snemma" um 3 því að hann var að fara að vinna daginn eftir....ok, legally excused!! en það sem að fríkaði mig mest út var litla leikritið hans Jóa....ég held að ég vilji ekki fara neitt nánar útí það neitt :S
Svo fórum við (ég og tölvu-gúrúarnir) á einhvern annan stað og svo heim að vekja Margréti.... Við hlömmuðum okkur öll uppí rúm til hennar og kúrðum með henni í smá stund. Síðan rákum við strákana út og fórum að sofa! Morguninn eftir var ég með missed call og sms frá Jónasi...greyið strákurinn var búinn að reyna að ná í mig því að við svefnpurkurnar áttum flug klukkan 10:40 um morguninn og vorum sko þokkalega búnar að missa af því (hverjum dettur það by the way í hug að bóka mann klukkan tíu um morguninn eftir árshátíðardjamm?!?!?!?!?!) Við flýttum okkur eins og skot útá völl til að reyna að komast með einhverri vél- en það var fullbókað allan daginn :S ég held að það hafi verið lítill engill sem að vakti yfir okkur því að skyndilega losnuðu 2 sæti á 13 vélinni og við komumst með! Þá lá leiðin beint í bæinn og straight to bed!! Fékk mér reyndar smá hafragraut fyrst (hann er allra meina bót....) horfði eld-snöggt á Freaky Friday, sofnaði um 17:30 og svaf svo til 9 í morgun....Vaknaði reyndar smá klukkan 23 (takk Jónas) en sofnaði svo strax aftur :)
Aahhh....gott að sofa :p Er að spá í að fara bara beint heim núna og beint að sofa :)
Eins og góð vinkona mín mundi segja á stundu eins og þessari: Ta ta
Halla caught a star @ 19:00

|
|