sunnudagur, mars 27, 2005
GLEÐILEGA PÁSKA :)
Jæja, þá eru páskarnir loksins komnir og mín bara með 2 heila daga í frí :) Er búin að vinna eitthvað auka núna um páskana, en ákvað að vinna ekki á morgun því að hann afi minn á afmæli á morgun og við ætlum að halda veisluna heima hjá okkur ;) Þá er nú gott að vera í fríi svo að ég geti hjálpað til á heimilinu.
Í gær fór ég á djammið með stelpunum (vá...þetta er bara farið að verða algeng setning hjá mér!!) Við fórum heim til Helgu um 18 og byrjuðum á því að fá okkur smá að drekka....eftir smá stund var þetta ekki lengur smá---við vorum farnar að drekka heilu hálfslítra glösin af DRY amaretto og allskonar áfengi!! Við náðum nú samt að mála okkur svona sæmó sætar áður en við urðum "fjörugar". Við fórum í allskonar leiki með áfenginu= flöskustút og....öööö já, það er eini leikurinn sem að við fórum í. Reyndar var ekkert að marka þetta, það var sama á hverjum flöskustúturinn lenti á, við drukkum allar hvort sem er!
Um miðnætti fórum við niðrí bæ....við hefðum betur átt að sleppa því, því að það var ömurlega leiðinlegt þar!! Við splittuðumst þar og kvöldið endaði á því að ég og Helga fórum bara tvær heim um 2 leitið. Þá tók ég bara leigubíl heim og fór að sofa.
Svo er ég búin að vera mestmegnis á chillinu í dag. Fékk reyndr smá sjokk þegar að mamma og pabbi komu heim (mamma var að sækja pabba uppá völl því að hann er búinn að vera í burtu í mánuð)...Þau komu inn og það fyrsta sem að þau segja er að Trausi, minn elskulegi littli bróðir, sé á leiðinni heim frá Snæfellsnesi í sjúkrabíl!!! Hann hafði verið á Crossaranum sínum og dottið, með þeim afleiðingum að sköflungurinn fór í tvennt! Klukkan er núna 21¨ og hann, mamma og pabbi eru öll uppá slysó.....skemmtilegur páskadagur!!! En ég er bara þakklát fyrir áð þetta fór ekki verr :(
Ég og Bjarki erum að skoða gamlar spólur hérna heima (hann er víst að leita af gömlu barnaefni....don´t ask me why.....) og við fundum eina spólu með fullt af Rottweiler upptökum. VÁ hvað ég var búin að gleyma hvað þeir eru miklir SNILLINGAR!!! Smá taste:
Ekki segja nei, segðu kannski-kannski-kannski Segðu að þú elskir engann nema mig! Segð´ekki nei, segðu kannski-kannski-kannski Segð´að þú elskir fíkniefni......
SNILLD!!!
Og svo þættirnir með Johnny Naz!!! SNILLD líka!!! Þátturinn með gamla kallinum sem að var að ríða hórunum...hehehehe Sendandi fokkmerki og berjandi í borðið!! Enda sagði Erpur "Ef þú værir ekki gamall kall, þá mundi ég buffa þig"!!!! Þá stóð sá gamli upp og fór...... *smá einkahúmor hérna*
En jæja...ég ætla að fara að....ummm well.....DO SOM´N :)
P.s......Boys are stupit----throw rocks at them!!!
Halla caught a star @ 20:56
miðvikudagur, mars 23, 2005
Hún á afmæli í dag! Hún á afmæli í dag! Hún á afmæli hún Helga! Hún á afmæli í dag!
Til hamingju með daginn elsku krúttið mitt :)
Af mér er barasta allt það fínasta að frétta :) Er bara búin að vera að vinna og hanga ein heima!
Ég og Maggan mín tókum einn dag þarna um daginn (á meðan hún var með streptakokka---þetta er víst einhver veiki sem að maður fær ef að maður er að vinna mikið með kokkunum á hótelinu hennar)...og við láum uppí sófa allan daginn undir sæng að glápa á video :)
Við tókum meira að segja tvær hryllingsmyndir í röð---það er eitthvað sem að ég ætla ALDREI aftur að gera nema að ég hafi hraustann (óhræddann) karlmann mér við hlið!! Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig ég og Magga vorum þetta kvöld!! Hjúfruðum okkur upp að hvor annarri og öskruðum í kór!!! Ég ætla samt ekki að segja ykkur frá því að Magga þorði ekki heim um kvöldið....því að það er leyndó!!!!!!!!!!!! (smá hefningur í gangi Magga mín :) )
Svo í fyrradag kom Helga í mat til mín....mín eldaði ekkert smá flottann (og góðann notabenið) kjúkling í BQ. sósu---við ætlum deffinatly að gera það aftur :) Ég er meira að segja að fara í mat til hennar í kvöld. Ég held að hugmyndaríka stelpan ætli að elda það sama og ég :) Heheheheheheh
En sældinni er að ljúka :( Mamma er að koma heim í dag...!! Það er svo skrítið að vera búinn að vera einn heima í heila viku og ENGINN til að skipta sér af manni....en skyndilega er það allt tekið frá mann i með einni vél frá Finnlandi :(
Það er samt ágætt að fá hana heim---hún sagðist vera búin að kaupa eitthvað handa mér :D
En pípúl----HVAÐ Á AÐ GERA UM PÁSKANA???????
Mín ætlar að djamma--hver vill vera memm :)
Jæja, fislaleikurinn kallar á mig....veriði í bandi!
Halla caught a star @ 12:27
mánudagur, mars 14, 2005
Þá er helgin búin og ég er enn á lífi :) Ég skal sko segja ykkur það að mín fór á fyllerí í miðbæ Reykjavíkur!!! Ég hélt að sá dagur mundi aldrei koma!!! Ég bjóst frekar við að mæta páfanum á skokkinu!!! En, svo fór sem fór :) Ég og Helgan mín fórum á Players að hitta Simma og ÁTTA aðra gaura :) Stjórnin góðkunna var að spila þar, og ég er ekki frá því að Sigga nokkur Beinteins hafi kannast við mig og brosað til mín :) ....Ok, þetta gæti verið misskilið, en ég vona bara ekki.... Hey....Simmi setti á sig gloss!!!!!!! Við vorum þar í góðum fílingi í einhvern smá tíma (tímann sem að tók til að dúndra í okkur ca 15 skotum!!!!!!!!!!!!!!) og fórum svo niðrí bæ. Við lentum á þessum líka svaaakalega skemmtilega bílstjóra (fannst okkur Simma að minnsta kosti) og hann sagði okkur heilann helling af dirrty bröndurum!! Þegar við komumst niður í bæ fórum við á Sólon að hitta útnefndu "djamm-gellurnar". Við vorum fljót að skoppa út aftur því að það var ÖMURLEGT þarna inni!!!! Alveg geðveikt stappað og barasta ekkert gaman! Löbbuðum aðeins á Nelly´s....þar elti Simmi okkur inná kvennaklóstið- er eitthvað sem að þú vilt segja mér Simmi minn?? Síðan fórum við strax aftur út af Nelly´s og beint inná hommastað ----seriously Simmi, er eitthvað sem að þú villt segja mér???? Svo skánaði það ekki þegar að 2 gaurar reyndu við hann!!! Það er samt ekki nógu góð ástæða elsku Simmi minn fyrir að fá að kyssa mig!! Reyndar var einn hommi sem að káfaði þvílíkt á mér :o WHY??? Anyway....við löbbuðum til baka og komum við á svona 13 stöðum!!! Þangað til Simmi fékk nóg og stoppaði flakkið í okkur á Victor :) Nú get ég sagt að ég hafi hafi gert það sem sannri djamm-stelpu ber að gera á fylleríi!! Ég fór á klóstið með stelpu.....það fylgir reyndar ekki sögunni að hún kyssti mig, but anyway......
Síðan dansaði ég og dansaði og dansaði og DANSAÐI!!!! Meira að segja var einn flugmaður að dansa samkvæmisdansa við mig!!! Og svo var ekkert smá gaman að sjá þegar að maður fór á barinn, þá var bara rifist um hver ætti að borga!!! Never seen that before :) En já...Simmi heltist úr lestinni þar sem að hann fann mikilvægari kvennmann heldur en okkur Helgu (eða var það kannski bara útaf því að hann fékk ekki að kyssa mig...hummm...) Hann átti gólfið með þeirri píu og ég held að slef slóðin hafi legið um allan staðinn..... The boy is in luuuuuve :p Þannig að ég og Helga yfirgáfum hann bara :D
*vantar smá part*
Svo fórum ég og Helga heim til hennar að sofa því að klukkan var orðin hálf 7!!! Vöknuðum svo daginn eftir með dúndrandi hausverk og myglaðar dauðans!! Fórum heim til mín að horfa á DVD og dóum næstum því í sófanum með sængina umvafna utanum okkur :) Ég ætlaði að hitta einkaþjálfarann....bjaaaartsyýýýýýýn!!!!!! En við enduðum kvöldið bara á að fara út að borða með Brynju og Möggu og fórum svo í bíó :)
Núna er ég bara ein heima að láta mér leiðast :( Er reyndar að frjósa úr kulda....og er að spá í að fara barasta að redda því ;) Toodiloo :)
Halla caught a star @ 18:00
föstudagur, mars 11, 2005
Það er komið sumar :P Ég er komin í hinn mesta sumarfíling :) Það er líka allt sem að bendir á það að það sé að koma sumar...ég er orðin ljóshærð, er alltaf í sumarfötum, það er alltaf sól (þó að það sé kalt) og það sem að segir mest til um að það sé að koma sumar.....TRAMPÓLÍNIN!!!!!! Maður er að keyra um hverfið og það eru skoppandi krakkar uppúr öllum hugsanlegum bakgörðum!!! Nú spyr maður sig hvenar frumkvöðlar trampólíns æðisins í hverfinu (við) skella upp sínu flykki?!?!? Ég allavegana ætla STRAX á það :) OG það sem meira er...ég ætla að fullkomna heljarstökkið mitt síðan síðasta sumar :)
En í kvöld koma allar gellurnar heim til mín (...nei strákar...við ætlum ekki að detta í það og fara í blautbola-keppni í pottinum.....) en við ætlum að borða saman, spila og horfa Idol :) Ég er að hugsa um að klæða mig upp sem Klu Klux Klan meðlimur og koma öllum á óvart :) Muahahahaha
Let´s get retarded!!!!!!
Ég er komin með úti-þrá heila einkenni..... gara-gó-bæjó :)
Halla caught a star @ 15:49
mánudagur, mars 07, 2005
Ó vell....þá er ég komin í bæinn aftur, og ég verð bara að segja það að ég sakna Akureyrar :(
Það var mjög gaman í bústaðnum, ætluðum að spila fullt, en spiluðum auðvita ekki neitt!!!! Ég var með Jónasi á laugardagskvöldinu (fórum á Hitch ofl.) og VANN svo á sunnudeginum!!!!
Það var reyndar alveg ágætt :) Var mönuð uppí að fara til Grímseyjar, en ég vildi ekki fara ein!!! Halló...hver fer einn í þannig ferðir?!?!?!
En núna er ég komin aftur í hversdagsleikann og er by the way að FRJÓSA á puttunum!!! What´s up with that??
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Monday night I feel so low Count the hours they go so slow I know the sound of your voice Can save my soul
City lights, streets of gold Look out my windo to the world below Moves so fast and it feels so cold And I'm all alone
Don't let me die I'm losing my mind Baby just give me a sign
And now that you're gone I just wanna be with you And I can't go on I wanna be with you Wanna be with you
I can't sleep and I'm up all night Through these tears I try to smile I know the touch of your hand Can save my life
Don't let me down Come to me now I got to be with you some how
Halla caught a star @ 17:38
sunnudagur, mars 06, 2005
Og við erum að kvarta?!?!?!?!?!
Og annað....ég fór inná spámaður.is (því að ég er að vinna á Akureyrar velli og mér DAUÐ leiðist.....) og dró þar spil og þetta stóð:
Hirðfíflið:Útlit þitt og gáfur eru uppsprettur sem auðvelda þér að ná því sem þú þráir þegar tilhugalíf þitt er annars vegar.
Bwahahahahahahah!!!!!!!!!!!!!!!!!! Þetta er það tvennt sem að er að STOPPA mig!!!!!!
Og ekki nóg með það...þá dró ég þetta TVISVAR í röð!!!!
Niðurstöður í þessu máli eru þær að maður á aldrei að trúa á svona spá bull!!!!!
Halla caught a star @ 10:56
föstudagur, mars 04, 2005
Ok....hálftími og svo er ég komin í HEEEEELGARFRÍÍÍ :D
Ég fer beint í bankann að taka út monní fyrir bílamanninn :( og að sækja skíðaskó fyrir Erlu, svo beint í sótthreinsun eftir að hafa komið við skíðaskóna..... svo heim að taka mig til, svo með Hexy til Helgu :'( og síðan beint til AKUREYRAR!!!!!
Mér finnst alveg frábært stelpur hvað það er búið að taka vel í síðuna okkar :D Og ég hlakka ekkert smá til á föstudaginn næsta :D
*flautí*flautí*flaut* Ég hef ekkert meira að segja.....
Bæ þá bara :)
Halla caught a star @ 14:33
|
|