mánudagur, mars 14, 2005
Þá er helgin búin og ég er enn á lífi :) Ég skal sko segja ykkur það að mín fór á fyllerí í miðbæ Reykjavíkur!!! Ég hélt að sá dagur mundi aldrei koma!!! Ég bjóst frekar við að mæta páfanum á skokkinu!!! En, svo fór sem fór :) Ég og Helgan mín fórum á Players að hitta Simma og ÁTTA aðra gaura :) Stjórnin góðkunna var að spila þar, og ég er ekki frá því að Sigga nokkur Beinteins hafi kannast við mig og brosað til mín :) ....Ok, þetta gæti verið misskilið, en ég vona bara ekki.... Hey....Simmi setti á sig gloss!!!!!!! Við vorum þar í góðum fílingi í einhvern smá tíma (tímann sem að tók til að dúndra í okkur ca 15 skotum!!!!!!!!!!!!!!) og fórum svo niðrí bæ. Við lentum á þessum líka svaaakalega skemmtilega bílstjóra (fannst okkur Simma að minnsta kosti) og hann sagði okkur heilann helling af dirrty bröndurum!! Þegar við komumst niður í bæ fórum við á Sólon að hitta útnefndu "djamm-gellurnar". Við vorum fljót að skoppa út aftur því að það var ÖMURLEGT þarna inni!!!! Alveg geðveikt stappað og barasta ekkert gaman! Löbbuðum aðeins á Nelly´s....þar elti Simmi okkur inná kvennaklóstið- er eitthvað sem að þú vilt segja mér Simmi minn?? Síðan fórum við strax aftur út af Nelly´s og beint inná hommastað ----seriously Simmi, er eitthvað sem að þú villt segja mér???? Svo skánaði það ekki þegar að 2 gaurar reyndu við hann!!! Það er samt ekki nógu góð ástæða elsku Simmi minn fyrir að fá að kyssa mig!! Reyndar var einn hommi sem að káfaði þvílíkt á mér :o WHY??? Anyway....við löbbuðum til baka og komum við á svona 13 stöðum!!! Þangað til Simmi fékk nóg og stoppaði flakkið í okkur á Victor :) Nú get ég sagt að ég hafi hafi gert það sem sannri djamm-stelpu ber að gera á fylleríi!! Ég fór á klóstið með stelpu.....það fylgir reyndar ekki sögunni að hún kyssti mig, but anyway......
Síðan dansaði ég og dansaði og dansaði og DANSAÐI!!!! Meira að segja var einn flugmaður að dansa samkvæmisdansa við mig!!! Og svo var ekkert smá gaman að sjá þegar að maður fór á barinn, þá var bara rifist um hver ætti að borga!!! Never seen that before :) En já...Simmi heltist úr lestinni þar sem að hann fann mikilvægari kvennmann heldur en okkur Helgu (eða var það kannski bara útaf því að hann fékk ekki að kyssa mig...hummm...) Hann átti gólfið með þeirri píu og ég held að slef slóðin hafi legið um allan staðinn..... The boy is in luuuuuve :p Þannig að ég og Helga yfirgáfum hann bara :D
*vantar smá part*
Svo fórum ég og Helga heim til hennar að sofa því að klukkan var orðin hálf 7!!! Vöknuðum svo daginn eftir með dúndrandi hausverk og myglaðar dauðans!! Fórum heim til mín að horfa á DVD og dóum næstum því í sófanum með sængina umvafna utanum okkur :) Ég ætlaði að hitta einkaþjálfarann....bjaaaartsyýýýýýýn!!!!!! En við enduðum kvöldið bara á að fara út að borða með Brynju og Möggu og fórum svo í bíó :)
Núna er ég bara ein heima að láta mér leiðast :( Er reyndar að frjósa úr kulda....og er að spá í að fara barasta að redda því ;) Toodiloo :)
Halla caught a star @ 18:00

|
|