þriðjudagur, maí 24, 2005
It´s alive....it´s alive.....IT´S ALIVE!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Úff...það er liðinn svo langur tími síðan ég bloggaði síðast að ég nenni varla að segja allt sem ég er búin að gera....
En svona til að taka það skemmtilega....þá tala ég bara um helgina :) (you´re gonna thank me later!!!)
Á föstudaginn var ég bara að vinna til 17°° því að það var óvissuferð hjá Flugfélaginu :) Ég og Margrét henntumst niðrí frakt með bakpokana okkar fulla af áfengi :) Þar hittum við Brynju og Láru sem að voru byrjaðar að hamstra bjórinn.... Öll liðin hópuðust saman og fóru þannig í rúturnar tvær. Ég var búin að telja mér trú um það að ég væri í "leiðinlegri" rútunni......böd ónó háv æ vos vrong!!! Við lögðum af stað útúr bænum (vorum samt orðin full þegar við keyrðum framhjá Kringlunni....) og leiðin lá austur fyrir fjall....(ég held allavegana að það hafi verið fjall...) Okkar rúta stoppaði hundrað sinnum vegna kvenfólks með of litla pissublöðru (ég vil meina að það sé Lára :) hehehe) En það var í fínu lagi því að hin rútan VILLTIST og var einum og hálfum tíma á eftir okkur!! *afsakið..en erum við ekki að tala um þræl vana rútu-bílstjóra?? Meira að segja ÉG rata til Hveragerðis!!!* Allavegana, við keyrðum að Kerinu og fórum í leiki þar. Annar leikurinn gekk útá það að 3 aðilar voru bundnir saman og áttu að komast í mark....við töpuðum því....hinn leikurinn var þannig að þú áttir að drekka bjór úr barna-pela.....við töpuðum því líka....Ég vil taka það framm að ég var í hvorugri keppninni! Síðan keyrðum við lengra og *að mér skilst* fórum í Haukadal og löbbuðum einhvert leeeengt inní skóg...nei ok..nú lýg ég-- FLESTIR fóru leeeengst inní skóg. Prinsessan á bauninni gerði það ekki ásamt nokkrum vel útvöldum einstaklingum!!! (HEY!! Ég var öll orðin blá og marin eftir tréin og ÖLL útí rispum!!) Við sem fórum til baka í rútuna skemmtum okkur konunglega :) Ég og einn strákur úr mínu liði gerðum soldið ljótt....(nei...ekki það!!)...heldur tengist það áfengi sem að við áttum ekki---en drukkum samt! Ööööö já...við vorum orðin svo full að þetta var ekki eðlilegt! Á leiðinni til baka stoppuðum við á Selfossi til að borða "kvöldmat". Klukkan var orðin 12 að miðnætti!! Síðan lá leiðin bara beint í bæinn :) Flestir fóru heim, en ég og Jónas kíktum aðeins á djammið í Rkv. Svo var bara farið að sofa!
(Þetta stefnir í laaangt blogg...)
Á laugardeginum var ég ekkert þunn ÞRÁTT fyrir ofurölvun kvöldið áður :) Ég lá uppí rúmi mestmegnið af deginum og glápti á video. Um fimm leitið náði ég í Önnu Kaspersen og við brunuðum saman...yebb-that´s right--AUSTUR FYRIR FJALL!!! Semsagt ég hefði getað látið rútubílstjórann henda mér af þarna kvöldið áður! Hehehe...en hann hefði sennilega ekki ratað ;) Allavegana....það var tekið á móti okkur með rósablöðum og krönsum um háls...I WISH!! En það var samt tekið vel á móti okkur í bústaðnum :) Við skelltum kjúllanum okkar strax á grillið (eða réttara Anna HELGA skellti þeim á grillið) og síðan var staðið yfir grillinu og grillað.....nei ok...það trúir því enginn!! Anna Helga grillaði allan tímann og við máttum ekki snerta matinn OKKAR :) Ef að hún hefði verið með réttu græurnar, þá hefði hún strengt rafmagns girðingi í kringum grillið og sett lás með leynikóða á hana. Bara til að ENGINN annar mundi komast að! ....Æ fjandinn hafi það...afhverju er ég að kvarta!! Anna eldaði fyrir okkur ALLAR og við sátum eins og prinsessur og létum þjóna okkur!! Takk Anna mín, við elskum þig allar :) *kiss*kiss* Eftir matinn var horft á Austur-Eurovision og drukkið með því. Anna Helga var orðin piss full strax eftir þriðju stigagjöfina....við hinar fundum ekki á okkur.... Síðan var bara glammrað á gítar og sungið, 70min. spilið tekið, trúnó hjá sumum, náttfatapartý (hey--ég var búin að lofa því!!) og svo var SOFNAÐ!!! Við sváfum veeel út, þrifum bústaðinn og fórum heim :) Þessi ferð heppnaðist mjög vel og ég er game í aðra fljótlega :) Magga....varstu ekki að tala um Akureyri þarnæstu helgi? Eða ertu kannski bara alltaf að tala um Akureyri??? :)
Ok, ég ætla ekki að geeeera ykkur það að hafa þetta lengra!! Love ya all :) *kiss-kiss og útaf*
Halla caught a star @ 07:13
fimmtudagur, maí 12, 2005
Ok....í nokkra klukkutíma hélt ég að lífi mínu væri LOKIÐ!!!!!!!
Svona byrjar sagan: Um helgina var ég að taka til í herberginu mínu. Ég var að taka það Í GEGN!! Tók allt úr öllum skúffum og henti, skúraði og skrúbbaði, tók öll fötin mín og þvoði þau and so on... Þetta með fötin...ég setti þau öll í svarta ruslapoka og setti þá inní bílskúr eftir að ég var búin að þvo þau--bara til að geyma þau smá á meðan ég kláraði herbergið--(Það er ekki pláss fyrir ruslapokana inní pínu litla herberginu mínu!!) Á meðan þau eru þarna í sakleysi sínu, bíðandi eftir mér í pokanum HENDIR PABBI ÞEIM!!!!!!!!!!!!! Hann henti þeim ekkert í ruslið úti á plani, heldur beint á SORPU!!! Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað sick grín hjá pabba að segja þetta (maður gantast ALDREI með föt kvennmanns!!!!!) En svo komst ég að þvi að þetta var alls ekkert grín, heldur fúlasta alvara!! Þarna stóð ég í mínum EINU fötum og ÖLL hin fötin komin á sorpu!!!! Þið getið ímyndað ykkur áfallið og móðursýkiskastið sem að ég fékk!!! Tvær verslunarferðir til Amríku til ENSKIS!!!! Ég henti mér uppí rúm klukkan níu og hélt bókstaflega að lífi mínu væri lokið!!! *Mamma fór svo í sorpu daginn eftir og náði í fötin.....Ef að ég hef einhvertíman séð virkilega eftir atviki þar sem að ég hef ekki verið viðstödd OG með video-kameru...þá var það þetta atvik!! Hefði sko viljað sjá mömmu mína (eins fín frú og hún er) vaða í ruslið á sorpu til að ná í fatapoka!!!*
Í gær morgun fór ég í dagsferð til Ísafjarðar með Brynju, Láru og Herdísi. Það var ekkert smá gaman :) Við keyrðum í gegnum göng (ekki það að það sé frásögufærandi...) en í miðjum göngunum stoppuðum við og fórum útúr rútunum. Þar var leynd hurð og við fórum inn um hana...þar var "neðanjarðar-foss"!! Ekkert smá spes :) Þetta var víst drykkjarvatn Ísfirðinga, þannig að við vorum vinsamlegast beðin um að hrækja ekki í fossinn eða pissa or som´n þar sem að við gætum þá lent í því að drekka það seinna um daginn :S
Svo fórum við í einhvað rjóður þar sem að beið okkar heilgrillað lamb! Ekkert smá töff!! Það hékk bara þarna á teini og snérist í hringi :)
Síðan var stefnan sett beint á "pollinn" og okkur hent á kajak :) Herdís greyið sprengdi gúmmí bát sem að hún var í og SÖKK!!! Og við hinar gátum ekki bjargað henni vegna óstöðvandi hláturs....!!! En þetta reddaðist allt og við lifðum allar :) Núna get ég sagt með stolti að ég hafi siglt kajak :) --Not a bad thing!!!
Ætla samt að skella mér í aðra dagsferð a.s.a.p. og mig vantar ferðafélaga ;) Interested??
Halla caught a star @ 12:58
sunnudagur, maí 08, 2005
Góðan dag-góðan dag, glens og grín það er mitt fag! Hopp og hí, trallallí-uppá nefið nú ég sný.....
Nei vá, ég er hress....en ekki alveg SVONA hress :S
Fyrir utan það að hafa verið rúmliggjandi í viku, þá er allt gott að frétta af mér :) Það er ekkert merkilegt búið að gerast hjá mér....er búin að vera að þvælast á kaffihúsum, bíó og bara einhverstaðar...
En ég held að þessi helgi hafi verið hápunktur Mai mánaðar :) Í gærkvöldi fórum við á Sálar-djammið á NASA og það var ekkert smá gaman :) Fyrst komu nokkrir (ok----4) heim til mín (HEY!! Flugfélags-fólkið beilaði!!!) og við skemmtum okkur mjög vel við að éta Jello skot sem að ég og Magga vorum búnar að búa til :) Þessi tegund af skotum kemur mjög sterkt til greina sem "skot ársins 2005".... Svo fórum við niðrí bæ rúmlega 12 og djömmuðum til 4 :) Það var mjög gaman, en ég verð samt að segja að Sálin stóð ekki alveg undir nafni! Það er eins gott að þeir bæti þetta á næstu tónleikum...sem að verða by the way á AKUREYRI 15. Maí!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Magga....ertu reddí??? Já, og svo vil ég persónulega þakka þeim sem að komu EKKI í gær!!! Þeir taka þetta til sín sem vilja :)
Sem betur fer var ég ekkert þunn í dag, bara þreytt! Þessvegna er ég farin í rúmið núna!! Ætla samt að henda mér í pottinn í smá stund og fara svo í bælið :)
*Nýjar myndir komnar*
Halla caught a star @ 21:03
|
|