þriðjudagur, maí 24, 2005
It´s alive....it´s alive.....IT´S ALIVE!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Úff...það er liðinn svo langur tími síðan ég bloggaði síðast að ég nenni varla að segja allt sem ég er búin að gera....
En svona til að taka það skemmtilega....þá tala ég bara um helgina :) (you´re gonna thank me later!!!)
Á föstudaginn var ég bara að vinna til 17°° því að það var óvissuferð hjá Flugfélaginu :) Ég og Margrét henntumst niðrí frakt með bakpokana okkar fulla af áfengi :) Þar hittum við Brynju og Láru sem að voru byrjaðar að hamstra bjórinn.... Öll liðin hópuðust saman og fóru þannig í rúturnar tvær. Ég var búin að telja mér trú um það að ég væri í "leiðinlegri" rútunni......böd ónó háv æ vos vrong!!! Við lögðum af stað útúr bænum (vorum samt orðin full þegar við keyrðum framhjá Kringlunni....) og leiðin lá austur fyrir fjall....(ég held allavegana að það hafi verið fjall...) Okkar rúta stoppaði hundrað sinnum vegna kvenfólks með of litla pissublöðru (ég vil meina að það sé Lára :) hehehe) En það var í fínu lagi því að hin rútan VILLTIST og var einum og hálfum tíma á eftir okkur!! *afsakið..en erum við ekki að tala um þræl vana rútu-bílstjóra?? Meira að segja ÉG rata til Hveragerðis!!!* Allavegana, við keyrðum að Kerinu og fórum í leiki þar. Annar leikurinn gekk útá það að 3 aðilar voru bundnir saman og áttu að komast í mark....við töpuðum því....hinn leikurinn var þannig að þú áttir að drekka bjór úr barna-pela.....við töpuðum því líka....Ég vil taka það framm að ég var í hvorugri keppninni! Síðan keyrðum við lengra og *að mér skilst* fórum í Haukadal og löbbuðum einhvert leeeengt inní skóg...nei ok..nú lýg ég-- FLESTIR fóru leeeengst inní skóg. Prinsessan á bauninni gerði það ekki ásamt nokkrum vel útvöldum einstaklingum!!! (HEY!! Ég var öll orðin blá og marin eftir tréin og ÖLL útí rispum!!) Við sem fórum til baka í rútuna skemmtum okkur konunglega :) Ég og einn strákur úr mínu liði gerðum soldið ljótt....(nei...ekki það!!)...heldur tengist það áfengi sem að við áttum ekki---en drukkum samt! Ööööö já...við vorum orðin svo full að þetta var ekki eðlilegt! Á leiðinni til baka stoppuðum við á Selfossi til að borða "kvöldmat". Klukkan var orðin 12 að miðnætti!! Síðan lá leiðin bara beint í bæinn :) Flestir fóru heim, en ég og Jónas kíktum aðeins á djammið í Rkv. Svo var bara farið að sofa!
(Þetta stefnir í laaangt blogg...)
Á laugardeginum var ég ekkert þunn ÞRÁTT fyrir ofurölvun kvöldið áður :) Ég lá uppí rúmi mestmegnið af deginum og glápti á video. Um fimm leitið náði ég í Önnu Kaspersen og við brunuðum saman...yebb-that´s right--AUSTUR FYRIR FJALL!!! Semsagt ég hefði getað látið rútubílstjórann henda mér af þarna kvöldið áður! Hehehe...en hann hefði sennilega ekki ratað ;) Allavegana....það var tekið á móti okkur með rósablöðum og krönsum um háls...I WISH!! En það var samt tekið vel á móti okkur í bústaðnum :) Við skelltum kjúllanum okkar strax á grillið (eða réttara Anna HELGA skellti þeim á grillið) og síðan var staðið yfir grillinu og grillað.....nei ok...það trúir því enginn!! Anna Helga grillaði allan tímann og við máttum ekki snerta matinn OKKAR :) Ef að hún hefði verið með réttu græurnar, þá hefði hún strengt rafmagns girðingi í kringum grillið og sett lás með leynikóða á hana. Bara til að ENGINN annar mundi komast að! ....Æ fjandinn hafi það...afhverju er ég að kvarta!! Anna eldaði fyrir okkur ALLAR og við sátum eins og prinsessur og létum þjóna okkur!! Takk Anna mín, við elskum þig allar :) *kiss*kiss* Eftir matinn var horft á Austur-Eurovision og drukkið með því. Anna Helga var orðin piss full strax eftir þriðju stigagjöfina....við hinar fundum ekki á okkur.... Síðan var bara glammrað á gítar og sungið, 70min. spilið tekið, trúnó hjá sumum, náttfatapartý (hey--ég var búin að lofa því!!) og svo var SOFNAÐ!!! Við sváfum veeel út, þrifum bústaðinn og fórum heim :) Þessi ferð heppnaðist mjög vel og ég er game í aðra fljótlega :) Magga....varstu ekki að tala um Akureyri þarnæstu helgi? Eða ertu kannski bara alltaf að tala um Akureyri??? :)
Ok, ég ætla ekki að geeeera ykkur það að hafa þetta lengra!! Love ya all :) *kiss-kiss og útaf*
Halla caught a star @ 07:13

|
|