laugardagur, júlí 30, 2005
Höhömm......Ég er ekki tölvusjúk.....vid bara rétt stoppudum vid á lestarstödinni til ad kasta kvedju á lidid :)
Vid Magga erum búnar ad hafa tad GEGGJAD hérna í Køben. Tad er reyndar búid ad vera rigning núna sídustu daga....en vid erum svo vanar rigningu ad tad er í lagi :D
Vid vorum ad koma af Ripleys Belive it or not safninu hérna og á morgun er tad Guinnes World of reccord safnid. Magga ætlar samt held ég ad senda stadgengil fyrir sig tvi ad hún fílar ekki svona söfn :( En hún ætlar ad versla í stadin, tannig ad vid erum bádar sáttar :D
Erum núna ad skunda heim, Helga krúsí er víst búin ad elda handa okkur!!! Vid ætludum ad vera ekkert smá sætar og kaupa morgunmat handa teim í morgun, en ta kemur hún og toppar okkur med glæsilegum kvöldverdi! Vid megum ekki vita hvad tad er, tad á ad vera "surprice" tíhí :) Helga og Stebbi eru Ædi, tau eru sko búin ad sýna okkur snobbhænunum MIKLA tolinmædi og tau gera allt fyrir okkur!!! Vid erum í vandrædum med ad gera gódverk fyrir tau, tau toppa okkur alltaf!!! But we´ll see..... muahahahah!
Ég hef ekkert meira ad segja.... Magga situr vid hlidiná mér og er ad missa sig í skriftum.... og tad er pínu halló ef ad ég skrif upp eftir henni.... tannig ad endilega kíkid á síduna hennar ef ad tid viljid lesa meira um ferdina okkar :)---Ég er heldur í engu studi til ad skrifa....og hvad tá til ad skrifa eitthvad fyndid!! --- www.maggasigga.blogspot.com ---
Ég sakna ykkar ekkert smá :( Hafid tad gott tangad til ég kem til baka, og passid ykkur á glerbrotum!
Halla caught a star @ 17:11
miðvikudagur, júlí 27, 2005
Stutt innskot frá Køben:
Vid Magga erum alveg ad missa okkur hérna....ekki úr verslunar grædgi eda skemmti ferdum...heldur úr hrædlsu!! Tette er ekkert sma skuggalegt hverfi herna... Helga og Stebbi eru stadsett a midri hórugøtunni og tad lilggja sprautunálar utum allt!!
Vid erum tad hræddar ad vid ákvádum ad fara a lestarstødina og taka lest bara einhvert, en vid erum enn á stødinni, 2 tímum seinna! Vid gjørsamlega torum ekki ad hreyfa okkur.... Heheheheh
Samt er stemmningin á hórugøtunni gífurleg og magnast med hverjum deginum. Ekki er annad ad sja en ad kúnnarnir séu mjøøøøg ánægdir, nádum meira ad segja einum a myndband í fullum ham í GÁM fyrir nedan íbúdina hja Helgu og Stebba!!! By the way, ef ad tid hafid áhuga á ad fá "fluffy-glimmer" smokka, ta sendid tid okkur línu....vid leggjum hvort ed er leid okkar daglega í allar tessar RISA sex-búdir :lol:
Kossar og kús frá Køben... og allir ad krossa puttana ad vid lifum Køben af...og ég tala nú ekki um Amsterdam!!!!! FOKK!!!!
Halla caught a star @ 15:01
mánudagur, júlí 18, 2005
VIKA BABY!!!! Ég og Magga erum að fara út eftir VIKU!!!! Þ.e.a.s. ef að allt gengur upp :S Ég hef ekki hugmynd um hvernig planið er....en það kemur bara í ljós.....
Í gær gerðist sá merki atburður að hún Helga Þóra vinkona mín horfði með mér á Ace Ventura!!!!!!!!!!!!!!!!! Þetta er eitthvað sem að ég er búin að bíða eftir í MÖRG ÁR!!! Hún hefur alltaf sagt mér að hún HATI Jim Carrey (sem að er by the UPPÁHALDIÐ MITT!!!) en svo fannst henni myndin bara mjög skemmtileg og skemmtum við okkur konunglega :) Og ekki nóg með það að hún hafi horft á myndina, heldur samþykkti hún að horfa líka á hina Ace Ventura myndina OG Dumb and Dumber!!!!!! .....og hún hélt sko áfram að sanna sig....hún horfði líka á Night at the Roxbury með mér!!!!!!! What´s going on in the univers?????
Ein stór spurning? Hverjir ætla á Sálina á föstudaginn??? Þeir verða reyndar að spila á Grundarfirði, en er ekki málið bara road-trippin? ....Eða á maður að vera skynsamur og spara fyrir þessari crey-heyzí ferð okkar Möggu?
Ég er búin að borga staðfestingargjaldið í No Name förðunarskólanum, þannig að ég er pottþétt að fara :D Ég er ekkert smá spennt! Held reyndar að ég eigi ekki eftir að geta shitt í þessu og klúðra þessu all rækilega.....ó well.....við sjáum til!
Annað sem að er helst í fréttum hjá mér er að Helga Ó. er flutt til Danaveldis :( Það er búið að ríkja mikil sorg hjá okkur stelpunum og við erum búnar að hafa 3 mínútna þögn til heiðurs Helgu og Stebba!
En örvæntið ei.....Hún á eftir að koma aftur....she wil be back...she will always be back! Svo erum ég og Magga líka að fara að heimsækja hana eftir VIKU BABY---VIKU :D
Jæja, ég er hætt í biiiiili..... Have a nice day people :)
Luuuv ya all ;)
P.s. Ég var að skella inn fleiri myndum hér til hliðar :) Þetta eru ekki nýjar myndir, heldur gamlar af annarra manna síðum ;)...sem að ég tók samt flestar...hehehe
Halla caught a star @ 08:02
fimmtudagur, júlí 14, 2005
Allar stelpurnar voru í hárgreiðsluleik nema Halla, hún var með skalla :)
Ég get svo svarið fyrir það...mér er ekki ætlað að fara til Amríku :( Ekki nóg með það að það sé fullbókað til Florida...þá er líka fullbókað til Minneapolis, New York, Boston OG Baltemore!!!! Hvað ER í gangehh???
Ég held að þetta sé bara þannig að þegar ég ætla að skipulegga eitthvað, þá gengur það ekki upp! ég reyndi að skipulegga að fara bara til Kúbu, Kenya, Egyptalands eða Tyrklands í staðin fyrir usa....en nei, það gengur ekki heldur upp....
Það er líka allt fullt í sólarlandaferðirnar (Mallorca, Portúgal, Costa de sol)...
Þannig að elsku Magga mín, ég get boðið þér til FÆREYJA?!?!?!?!?!?!?!?! Getum rúntað um einu götuna í Thorshavn og verið fullar allan daginn!!!
Ekki nema við skipuleggjum enn eina íslenska túristaferð *roðn* Farið bara til Eyja um verslunarmannahelgina og skellt okkur svo bara hringinn ;) Road-trippin :P
Nehh...ekki nógu gaman bara tvær....
Þannig að planið (sssssshhhhhhh....ekki segja neinum að ÉG sé að skipuleggja) er þannig að við fljúgum bara til DK og gistum hjá Helgu og Stebba (ég held samt að við séum ekki búnar að segja þeim að við ætlum að gera það...), leikum okkur í Köben smá (strikið, tívolíið ofl.) tökum lest til Germany og missum okkur í TAX-FREE bænum, fljúgum svo til Parísar og skemmtum okkur konunglega í Universal skemmtigarðinum þar :D :D :D --Sounds like a plan?? ----IT ISN´T!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! ;)
Núna er það bara að krossa puttana og vona að það verði laust í þetta allt saman :)
Annars er bara ekkert mikið að frétta af mér. Er búin að rokka um kaffihús borgarinnar (hehehehehehe---BWAHAHAHAHAHA), grilla með Önnu og Möggu, hitta Helgu Ó. sonna áður en hún fer út....og bara marg fleira :)
Mest er ég bara búin að vera að vinna....en það eru bara 6 og hálfur vinnudagur eftir, og þá er ég komin í SUMARFRÍ :D :D
Over and out -kapísss-
Halla caught a star @ 10:39
þriðjudagur, júlí 05, 2005
Magga mín...langar þér enn að fara í loftbelg um Florida?????????????????
Mín er komin heim frá Ólafsvík og var það ekkert smá gaman :) Á föstudeginum lögðum við Magga og Anna Helga af stað í ferðina okkar :) Við rétt náðum að draaaaga Möggu með, hún var svo viss um það að þetta yrði sko EKKI skemmtilegt ferð....huh, she was so wrong!! Við henntum okkur í ríkið (THE most important place!!!) og keyptum okkur allar 7 lítra....HVOR! Fórum svo útí búð og síðan beinustu leið útúr bænum....eða jamm, einu leiðina útúr bænum ;)
Á leiðinni á Snæfellsnes stoppuðum við á Krumshólum.... Magga fékk þann heiður þar að verða útnefn ljóska útilegunnar....þá er ég að tala um að hún toppaði MIG OG UNNI sem að er útnefnd ljóska fjölskyldunnar!!! Ég nenni ekki að fara útí smáatriði um það sem að Magga gerði (enda getið þið lesið um það á 2 öðrum bloggum...) en orðum það bara þannig að ég ætla að hugsa mig VEEEEEL um áður en að ég sendi Möggu einhvert eina!!! Annaðhvort að hafa hana í bandi svo að ég geti tosað hana til baka, eða setja radar á hana! Ég vil líka segja að það vorum ekki bara ég og anna sem að vorum í kasti yfir þessu atviki....heldur ALLT AFMÆLIÐ HANS HALLA GUNNA sem að var uppá Krumshólum!!! Mér var vinsamlegast bent á það að fara með þessa Margréti beint í bæinn og í heilaskoðun!! Sem betur fer vorum við komnar það langt frá Reykjavík að Magga gat ekki farið til baka!! Hehehehe :) *Magga við elskum þig--án þín væri tilveran litlaus*
Afþví að við elskum svo mikið að stoppa útum hvippinn og kvappinn þá stoppuðum við á einhverju hestamóti hjá Simma. Hann var veeeel fullur þegar við mættum á svæðið og við vorum fljótar að skilja hann eftir....Muahahaha!
Þegar við komum á svæðið var ALLT STAPPAÐ!! Það var ekki smuga í helv*** að finna tjaldstæði! Við erum að tala um að það vorum 5000 manns þarna! Sem betur fer hefur Hallan sterk bönd útá landi og náði ég að redda okkur bakgarði til að tjalda í :D Var það sko EKKI slæmt!! Fengum klósett aðstöðu og allan pakkann :) Þegar við....nibb...Anna Helga var búin að tjalda gripum við áfengið og skelltum okkur á tjúttið :) Það var einhver útihljómsveit þarna og stemmarinn var ágætur. Ég hitti nokkuð mikið af fólki sem að var mjöög gaman ;) Síðan eftir langt og gott djamm var farið að sofa! Ef að fólk þekkir mig ekki, þá ætla ég að segja þeim það núna áður en það les lengra að ég er ein mesta prinsessa sem að finnst á Íslandi!! Því að þegar við komum í tjaldið og ætluðum að fara að sofa, þá skriðu stelpurnar oní svefnpokana sína og kúrðu sig þar....en ég þurfti að asnast til að hafa tekið SÆNG með mér!!!! HALLÓ---Hver tekur sæng með sér í ÚTILEGU?!?!?!?! Hehehe, ok Simmi ég veit að þú ert sami nördinn og ég....U know my pain! Þannig að ég var að friggin frjósa alla nóttina! Þetta var ömurleg nótt!! Ég var seriously að hugsa um að hringja í björgunarsveitina bara til að fá tvo menn til að koma og kúra hjá mér....u know--til að halda á mér hita ;)
Á laugardeginum fórum við til Hjördísar frænku og fengum að fara í sturtu og gera okkur fínar :) Síðan seinna um daginn komu Helga og Stebbi til okkar og við fórum öll að fá okkur pizzu. Þá kom að mér að vera ljóska dagsins og að sögn viðstaddra sló ég frægu setninguna hennar Önnu Helgu út :) Það kom lítill strákur til okkar og var að sníkja pizzu (sem að Stebbi seldi honum svo by the way á 35 krónur!!)....Mér fannst þessi strákur e-ð ógeðslegur því að hann var búinn að hanga yfir fólki sem að var að borða og bíða eftir að þau mundu klára, svo að hann gæti étið afgangana!! Einhvernvegin gat ég prumpað útúr mér við hann "litli strákur, ég er búin að vera að horfa á þig".... WHAAAT?!?!?!?!?! Anyway.... Hann hljóp grenjandi heim og ég var kærð fyrir barnaverndunarnefnd!! Nei nei, ekki alveg....
Við duttum bara rækilega í það um kvöldið....rölltum yfir í hinn endann á bænum til að fara á ball með "Í svörtum fötum". Magga stakk okkur af um leið og hún gat (hey...ég hefði líka gert það í hennar sporum)... Helga komst ekki inn því að hún var of barnaleg (ég skal veðja að Helga setur alrei aftur í sig tígó á djamminu....) og ég og Anna (OK---bara ég) varð BRJÁLUÐ og hótaði öllu illu!! Það endaði þannig að Helga komst inn, en ég og Anna fórum heim :S Við fórum bara að spila og dóum svo.... Ég veit ekki hvað varð um Möggu....en hún kom víst seint heim! Attssjúúúú...guð hjálpi þér.....
Á sunnudeginum fórum við svo heim. Ég var "ein" að keyra, því að hinar tvær voru svo þunnar og myglaðar að þær sofnuðu :(
That´s all folks -Over and out-
Halla caught a star @ 17:35
|
|