þriðjudagur, júlí 05, 2005

Magga mín...langar þér enn að fara í loftbelg um Florida?????????????????
Mín er komin heim frá Ólafsvík og var það ekkert smá gaman :) Á föstudeginum lögðum við Magga og Anna Helga af stað í ferðina okkar :) Við rétt náðum að draaaaga Möggu með, hún var svo viss um það að þetta yrði sko EKKI skemmtilegt ferð....huh, she was so wrong!! Við henntum okkur í ríkið (THE most important place!!!) og keyptum okkur allar 7 lítra....HVOR! Fórum svo útí búð og síðan beinustu leið útúr bænum....eða jamm, einu leiðina útúr bænum ;)
Á leiðinni á Snæfellsnes stoppuðum við á Krumshólum.... Magga fékk þann heiður þar að verða útnefn ljóska útilegunnar....þá er ég að tala um að hún toppaði MIG OG UNNI sem að er útnefnd ljóska fjölskyldunnar!!! Ég nenni ekki að fara útí smáatriði um það sem að Magga gerði (enda getið þið lesið um það á 2 öðrum bloggum...) en orðum það bara þannig að ég ætla að hugsa mig VEEEEEL um áður en að ég sendi Möggu einhvert eina!!! Annaðhvort að hafa hana í bandi svo að ég geti tosað hana til baka, eða setja radar á hana! Ég vil líka segja að það vorum ekki bara ég og anna sem að vorum í kasti yfir þessu atviki....heldur ALLT AFMÆLIÐ HANS HALLA GUNNA sem að var uppá Krumshólum!!! Mér var vinsamlegast bent á það að fara með þessa Margréti beint í bæinn og í heilaskoðun!! Sem betur fer vorum við komnar það langt frá Reykjavík að Magga gat ekki farið til baka!! Hehehehe :) *Magga við elskum þig--án þín væri tilveran litlaus*
Afþví að við elskum svo mikið að stoppa útum hvippinn og kvappinn þá stoppuðum við á einhverju hestamóti hjá Simma. Hann var veeeel fullur þegar við mættum á svæðið og við vorum fljótar að skilja hann eftir....Muahahaha!
Þegar við komum á svæðið var ALLT STAPPAÐ!! Það var ekki smuga í helv*** að finna tjaldstæði! Við erum að tala um að það vorum 5000 manns þarna! Sem betur fer hefur Hallan sterk bönd útá landi og náði ég að redda okkur bakgarði til að tjalda í :D Var það sko EKKI slæmt!! Fengum klósett aðstöðu og allan pakkann :) Þegar við....nibb...Anna Helga var búin að tjalda gripum við áfengið og skelltum okkur á tjúttið :) Það var einhver útihljómsveit þarna og stemmarinn var ágætur. Ég hitti nokkuð mikið af fólki sem að var mjöög gaman ;) Síðan eftir langt og gott djamm var farið að sofa! Ef að fólk þekkir mig ekki, þá ætla ég að segja þeim það núna áður en það les lengra að ég er ein mesta prinsessa sem að finnst á Íslandi!! Því að þegar við komum í tjaldið og ætluðum að fara að sofa, þá skriðu stelpurnar oní svefnpokana sína og kúrðu sig þar....en ég þurfti að asnast til að hafa tekið SÆNG með mér!!!! HALLÓ---Hver tekur sæng með sér í ÚTILEGU?!?!?!?! Hehehe, ok Simmi ég veit að þú ert sami nördinn og ég....U know my pain! Þannig að ég var að friggin frjósa alla nóttina! Þetta var ömurleg nótt!! Ég var seriously að hugsa um að hringja í björgunarsveitina bara til að fá tvo menn til að koma og kúra hjá mér....u know--til að halda á mér hita ;)
Á laugardeginum fórum við til Hjördísar frænku og fengum að fara í sturtu og gera okkur fínar :) Síðan seinna um daginn komu Helga og Stebbi til okkar og við fórum öll að fá okkur pizzu. Þá kom að mér að vera ljóska dagsins og að sögn viðstaddra sló ég frægu setninguna hennar Önnu Helgu út :) Það kom lítill strákur til okkar og var að sníkja pizzu (sem að Stebbi seldi honum svo by the way á 35 krónur!!)....Mér fannst þessi strákur e-ð ógeðslegur því að hann var búinn að hanga yfir fólki sem að var að borða og bíða eftir að þau mundu klára, svo að hann gæti étið afgangana!! Einhvernvegin gat ég prumpað útúr mér við hann "litli strákur, ég er búin að vera að horfa á þig".... WHAAAT?!?!?!?!?! Anyway.... Hann hljóp grenjandi heim og ég var kærð fyrir barnaverndunarnefnd!! Nei nei, ekki alveg....
Við duttum bara rækilega í það um kvöldið....rölltum yfir í hinn endann á bænum til að fara á ball með "Í svörtum fötum". Magga stakk okkur af um leið og hún gat (hey...ég hefði líka gert það í hennar sporum)... Helga komst ekki inn því að hún var of barnaleg (ég skal veðja að Helga setur alrei aftur í sig tígó á djamminu....) og ég og Anna (OK---bara ég) varð BRJÁLUÐ og hótaði öllu illu!! Það endaði þannig að Helga komst inn, en ég og Anna fórum heim :S Við fórum bara að spila og dóum svo.... Ég veit ekki hvað varð um Möggu....en hún kom víst seint heim! Attssjúúúú...guð hjálpi þér.....
Á sunnudeginum fórum við svo heim. Ég var "ein" að keyra, því að hinar tvær voru svo þunnar og myglaðar að þær sofnuðu :(
That´s all folks -Over and out-
Halla caught a star @ 17:35

|
|