föstudagur, ágúst 26, 2005
Jæja jæja jæja..... á marr ekki að blogga smá til að friða landann?
Við Magga komum heim frá Köben/Adam þann 05.08. Við fórum útá völl um 12 að hádegi til að vera VISSAR um það að ná örugglega 14°° vélinni..... Við hefðum betur sleppt því, því að við komumst ekki með henni og þurftum að bíða til klukkan 22:40...!!!! Við fundum okkur bás á Burger King og gerðum okkur vel heimakærar þar, enda þurftum við að bíða í 8 FRIGGIN tíma!!!
Þegar við lentum heima hélt ævintýrið okkar áfram..... Töskurnar urðu EFTIR Í AMSTERDAM!!! Okkur fannst það ekki fyndið, sérstaklega ekki þar sem að töskurnar okkar voru fullar af allskyns varningi sem að maður vill ekkert vera að opinbera á netinu.... segjum bara að við stoppuðum all-oft í hasspípu- og kynlífsbúðum.....!! En við fengum töskurnar sem betur fer ósnertar snemma daginn eftir :p Ég er mjög stollt af Fannari að hafa höndlað okkur Möggu alla leiðina heim í panik-kastinu sem að við vörum í.....*takk Fannar*
En fyrst og fremst við ég þakka Helgu og Stebba fyrir frábæra gestrisni og æðislega samveru :) *kossar og knús til Köben* Við gerum þetta definitely aftur!!!!
Ég með smáááá **** köku....
Allavegana, núna erum við bara komnar aftur í súra raunveruleikann :(
Reyndar var Sólveig (frá Amríku) hjá mér í heila viku og við gerðum allskyns hluti sem að ég mundi aldrei gera án útlendings. Án gríns...ég mundi ALDREI láta nappa mig á þeim stöðum sem að við fórum á.... þar get ég t.d. nefnt Árbæjarsafnið, húsdýragarðinn og eitthvað Víkinga vax-safn í Perlunni....það var reyndar mjög flott og KLIKKAÐ raunverulegt!! Ég og Sólveig:
Á menningarnótt var tekið vel á því :) Ég, Helga og Hafdís nýttum mömmu mús og létum hana skutla okkur niðrí bæ á meðan við helltum í okkur búsinu. Svo var bara djammað og djammað og djammað :)
Annars er ég bara búin að vera að vinna og vinna....endalaust auka :S En hey, ég fæ þó vel útborgað-- og God knows I need that!!! No Name skólinn minn byrjar 12. sept og ég er ekkert smá spennt yfir því :) Þegar ég er búin í honum getið þið stelpur alltaf pantað mig til að mála ykkur sama hvort það er fyrir brúðkaup, árshátíð, afmæli....eða já, bara venjulegt þriðjudagskvöld :) ---Reyndar þekki ég líka nokkra stráka sem að mundu eflaust vilja fá smá make-up hjá mér.....eða hafa allavegana beðið um það áður!!
Svo förum ég og mamma og 2 frænkur mínar út til Minneapolis þann 23. sep. Þar verður sko heldur betur VERSLAÐ!!
Ú já.... ég fór í bíó á Deuce Bigalow 2- European gigolo. Rob Schneider vinur minn var þar, hann er ekkert smá mikið krútt :) Svo var hann uppá Stöð 2 daginn eftir þar sem að mamma var að mála hann fyrir "Strákana". Þessi mynd var tekin af honum þar:
Mamma tók fleiri myndir.....og ekki spurja mig afhverju....látum bara myndirnar tala...
Ohh...svo gaman :) Jæja, ég held að ég sé búin að blogga ykkur í kaf elsku krúsí dúllurnar mínar.... Ég á frekar að blogga lítið en oftar, I know....skamm skamm Halla..... Over and out, kapíss... P.s.---Nýjar myndir komnar til hliðar--- P.s. 2----Allir að taka frá laugardaginn 17. September fyrir afmælið mitt----
Halla caught a star @ 16:50
þriðjudagur, ágúst 02, 2005
Jaeja elskurnar minar :) Vid Magga tagga erum komnar til Amsterdam og erum heldur betur bunar ad gera meira herna a 2 dogum heldur en a viku heima a klakanum!!! Vid forum fra DK i hadeginu i gaer og tad var ekkert sma erfitt ad kvedja Helguna okkar og Stebbann :( Vid verdum ad vidurkenna ad nokkur fila tar runnu nidur vanga okkar tegar vid vorum ad knusa Helgu bless. Vid soknum teirra mikid :(
Eeenn....vid erum komnar til Amsterdam og bunar ad fara a The Red Light District sem ad er ein staersta horu gatan i heiminum. Vid tordum varla ad fara einar a hana....enda vorum vid med fylgd. Jan og Simon vinir Moggu fra Hollandi toku okkur i sma tur um Amsterdam og syndu okkur tad helsta. Teir meira ad segja budu okkur uppa hass-koku!!! Vid vorum fljotar ad guffa henni i okkur tegar vid komum uppa hotel!! Vid fundum samt engin ahrif, tannig ad onnur tilraun verdur gerd a morgun ;) Vid erum lika bunar ad versla og versla og versla..... Tad er ein verslunargata sem ad er heill kilometer, og vid lobbudum hana :D Ekki amarlegt fyrir tvaer "shopaholic".... Svo um kvoldid aetludum vid ad vera rosa cool a tvi og labba i einhvern voda flottann gard.....en lobbudum i stein vitlausan gard!!!! Eitthvad a mis.....
A morgun aetlum vid til Volendam (Folendam eins og Magga gargar alltaf a mig....so look out!!) Tar aetlum vid ad sigla um graen siki og horfa a vindmillur.....aaawww....svo romo!! En tid tekkid okkur Moggu :D
Jaeja, Magga er farin ad daesa herna vid hlidina mer....langar vist eitthvad ad tala vid kjeeellinn ;)
Heyri i ter very soon :) Kem lika heim a fostudaginn.... tannig ad tad styttist i tad :D
ok bae
Halla caught a star @ 22:37
|
|