föstudagur, október 14, 2005
Ég held að það hvíli bölvun á mér!! Iðnaðarmanna-bölvun!! Núna uppá síðkastið....eða já--síðasta HÁLFA ÁRIÐ eru iðnaðarmenn búnir að vera að vinna heima hjá mér. Það er búið að vera að flísaleggja og þannig, og núna er verið að mála :) Þessir iðnaðarmenn eru ekki beint einhverjir gamlir ljótir dúddar...nei nei, þvert á móti!!! Allavegana....Ég er búin að lenda mjööög oft í því að gera mig fíbbli fyrir framan þá! Flest atvikin eru þegar ég ligg uppí rúmi og þeir banka hjá mér....humm...þarf ég nokkuð að segja meira.....eða ég ætti kannski að gera það svo að þið litlu perrarnir mínir fari ekki að ímynda ykkur allskonar perrasögur útúr lessu....ég meina þessu...!!
Eitt skiptið var ég t.d. að leika við Hexy í sófanum mínum og stein sofnaði! Ég lá með hausinn ofaná hendinni og svaf þannig í ca hálftíma. Síðan hringdi Magga í mig og sagðist vera komin eftir 5 min til að sækja mig (vorum að fara út). Ég stekk á fætur og ætla að skipta um bol....nema hvað að hendin sem að hafði verið undir hausnum á mér var líka svona pikkföst! Ég rétt náði að draga mig úr bolnum--og það var þá sem að var bankað! Ég nottla bara "NEI--ekki koma inn"....og reyni að flýta mér í bol...eða bara EINHVAÐ! Síðan eftir dágóða stund fer ég til dyra... (Vil einnig taka það fram að ég var með úrafar á kinninni, stýrur í augunum, hárið allt útum allt....og til að toppa það þá var ég með fjörfisk í auganu!!) Þar stóð saklusi flísarinn fyrir framan mig og horfði á mig eins og ég væri nýsoppin af Kleppi...."ég ætlaði nú bara að láta þig vita að við erum farnir"........ Jaaaaáááááá.......TAKK!!!!!!!
Annað atvik gerðist með málarann, nema það að ég var veik og lá uppí rúmi í náttfötum (sem að í þessu tilfelli voru bolur og bleikar súperman nærbuxur). Pabbi hringdi svo í mig og bað mig að fara inní eldhús til að ná í e-ð blað sem að hann gleymdi og ég átti að e-maila því til hans. Ég fór framm á bolnum og súbba nærunum því að málarinn var farinn. Ég læddist framm til að "meika sjor" um að gaurinn væri pottþétt ekki þarna....ég heyrði hvorki í honum né sá hann, þannig að ég stökk bara af stað! Þegar ég kem inní eldhús er síðan málarinn að mála gluggann við vaskinn!!! Mér brá svona líka að ég missti málið og gat ekki talað við pabba í símann! Stóð þarna eins og asni í bleikum bol og bleikum SÚPERMAN nærbuxum af öllu!! Reyndi að stama einhverju uppúr mér sem að kom ekki vel út....greip því bara blaðið og strunsaði í burtu!! Vá hvað þetta var hallærislegt!
Kann ekki einhver svona "losa sig úr iðnaðarmanna-bölvun" galdur?!?!?!?!
En yfir í aðra sálma....ég var að hugsa um passíusálmana.....
Ég er búin að fá fyrstu einkunnina mína úr Rifka skólanum...ég fékk 9 :D :D :D Ekkert smá ánægð með það :) Vonum bara að ég nái öllum hinum prófunum.....
En jæja, er farin að gera eitthvað af viti....
Bleeeeeeeeeeeeeeeee
P.s. Er einhver með Austin Powers (The spy who shagged me) myndina mína? Ég man ekki hverjum ég lánaði hana.....
Halla caught a star @ 13:48
sunnudagur, október 09, 2005
VÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Þá er það official!! Ég HATA karlmenn!!!!! Fokk hvað þeir geta farið í taugarnar á manni!!!
Hvað er t.d. málið með það að ganga frá BARA eftir sig?!?!?!?! Bróðir minn var að fá sér að borða áðan inní eldhúsi og tók e-ð dót útúr ískápnum og fékk sér að borða. Það er í fínu lagi, nema það að hann labbaði síðan bara í burtu og skildi eldhúsið eftir á hvolfi!! Ég náttúrulega kallaði á eftir honum og sagði honum að ganga frá eftir sig...hann varð EKKI sáttur og strunsaði inní eldhús og gekk frá dótinu sem að HANN var með!!! Ég er að tala um það að það var einn--EINN--- diskur eftir á borðinu sem að hann var ekki með--það hefði gjörsamlega drepið þennan unga dreng að setja diskinn inn í VÉLINA eins og hina diskana! Það er ekki eins og hann hefði þurft að vaska þetta allt upp! Það þarf síðan ekki að spurja að því hvort að hann þurrkaði af borðunum.....ó nei--ég held nú ekki!
Og ekki nóg með það, heldur ætlaði sá hinn sami að fá sér djús, sem að var síðan ekki vel útlítandi (var einhver smá mygla í því) þannig að minn maður skellti því bara aftur inní ískáp!!! WHAT´S UP WITH THAT??????? Ég varð argandi vitlaus og gargaði á hann að taka þetta aftur út og henda þessu!! Hann tók djúsið síðan útúr ískápnum, og setti það á borðið...ekki rusli...borðið!!!
Ég ákvað síðan að setjast aðeins í tölvuna og ætlaði mér að hlusta á smá tónlist, en nei--þá eru herrarnir á heimilinu búnir að taka hátalarana og tengja þá inní herbergin sín! Ég fór og bað þá kurteisislega að hjálpa mér að tengja bara headset við tölvuna (svo að þeir gætu nú haldið áfram að nota hátalarana--ýkt skylningsrík og góð systir.....) en nei nei, ekki að ræða það! Ég gat nú bara gert það sjálf og drullað mér út!
Hvað er AÐ???? Ég er svo pirruð að ég er að kafna! Reyndar er ég að kafna úr kvefi og er með flensuna...sem að gæti verið aðal ástæðan fyrir því að ég sé að gera svona mikið mál úr þessu! Er ég gjörsamlega að taka þetta allt vitlaust upp? Er ég kannski bara vonda systirin sem að getur bara haldið sig inni í sínu herbergi og haldið kjafti? Eða á ég kannski bara að senda Dr. Phil eða Ophru bréf?
Kv. ein PIRRUÐ!!!
Halla caught a star @ 16:38
föstudagur, október 07, 2005
Tilviljun...????
Year 1981 1. Prince Charles got married 2. Liverpool crowned soccer Champions of Europe 3. Pope Died.
Year 2005 1. Prince Charles got married (again) 2. Liverpool crowned soccer Champions of Europe 3. Pope Died
In future, if Prince Charles decides to re-marry or Liverpool needs another European crown ... ..WILL SOMEONE PLEASE WARN THE POPE !!
Frá henni Höllu sköllu er annars allt gott að frétta :) Er á fullu í skólanum.....og já--THAT´S IT!!! Ég geri EKKERT annað en að vinna og fara í skólann á kvöldin! Það er reyndar ekkert smá gaman í skólanum, er búin að vera að gera brúðarförðun :) Hafdís (Bjarki's girl) var módel hjá mér í gær...hún fór e-ð að grínast með að hún ætlaði að panta mig þegar að hún gifti sig......hahahaha ekkert smá fyndið---þangað til að ég fattaði að þetta er kærasta LITLA bróður míns!!!!! Not so funny missy!!!! En hún var ekkert smá sæt :)
En er fólk að gera sér grein fyrir því að það eru 78 dagar til jóla?!?!?!?! Ég er sko tilbúin með flestar gjafirnar, er búin að gera jólakortalista og skrautið er komið fremst uppá lofti....ég er að DEYJA ég hlakka svo til :)
Ég er búin að biðja til guðs á hverju kvöldi um að senda verndarengil til mín....en eitthvað er það að klikka hjá honum! Hversu erfitt er það að láta einn.....BARA EINN engil koma til mín?? Hér sjáið þið smá sýni af því sem að ég er að biðja um:
Þetta ætti ekki að vera svo erfitt.... En þar sem að flestar stelpur eru hætta að lesa (of uppteknar að englinum) þá hef ég þetta ekki lengra í dag :)
Stay in school....
Halla caught a star @ 13:58
|
|