þriðjudagur, júní 06, 2006

6-6-6 ....dagur djöfulsinn!!!! úúúúú.... er heimsendir að nálgast?!?!?! Í tilefni þess ætlar galdranornin að blogga smá :)
Ég er ekki búin að blogga síðan áður en Eurovision var....og ég held að það hafi ekki farið framhjá neinum að hún ástkæra Silvía Nótt okkar vann ekki...öss þvílíkur skandall!!! En Lordi (ljótu) vinir okkar unnu með stæl :) Við stelpurnar fórum í drykkjuleik og héldum allar með sitthvoru landinu. Anna Helga var svo "heppin" að halda með Finnunum... í hvert skipti sem að þeir fengu 12 stig (sem var ekki í fá skipti) þurfti mín að KLÁRA úr glasinu (huges drykkjarglös).... þess má til gamans geta að eitt land hefur ALDREI fengið jafn mörg stig í einni keppni eins og Finnar gerðu í ár! Þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur HVERSU full Anna var!!!!
Við stelpurnar vorum semsagt uppí bústað þessa helgi og það var SNILLD :D Ein af okkur (no names..en ef að þið þekkið hana þá vitiði hver það er :D ) á veeeeel mörg skemmtileg komment frá þessari helgi.... skellum okkur í nokkur dæmi: Ég er svoooo full, enda byrjaði ég að drekka EDRÚ!!! - Ég er svooo södd, enda borðaði ég á fastandi maga!!! Og svo miklu meira sem að er ekki net-hæft!! Á eurovision kvöldinu sjálfu flippuðum við smá (ætluðum reyndar að hafa Silvíu þema, en það var enginn stemmari fyrir því *augljóslega*)..... en ég, Helga og Rakel máluðum okkur ýkt flippað!!! Við breyttumst allar í dýr :) Helga var wild tiger, Rakelur var kisulóra...og ég var friggin FISKUR!!!!!! Eigum við að taka okkur smá tíma í að ræða það!!!! Þetta var reyndar geggjað flott :) Anna K. málaði mig með sínum snilldar-hæfileikum! Síðan fórum við í pottinn, sumir reyndar í of lítið af fötum (Rakel-g-string) eða sumir í gegnsæum fötum (Halla skamm!!!)-- Hey! Ég hef afsökun!!! Ég gleymdi sundfötum heima og þurfti að fara í hlýrabol og næríum.... fór reyndar á Selfoss og ætlaði þvílíkt að flippa og kaupa hallærislegar síðar næríur...en þær voru síðan bara allt í lagi! Kom frekar út eins og ég ætti ljót nærföt heldur en hallærislegt flip!! En ó vell.... held að enginn hafi verið að horfa á nærurnar þar sem að hlýrabolurinn var hvítur (hvítur bolur + vatn = GEGNSÆTT!!!)
Mig langar líka að koma því að að ég var í sálfræði 203 prófi um helgina og fékk 10!!!!!!!!! Náðuð þið þessu eða viljið þið að ég segji þetta aftur?? Ok- ég fékk 10!!!!!! ....Ok...einusinni enn....TÍU!!!!! :D :D :D :D Ekkert smahá montin :D
Aaaawwww.... mig dreymdi í nótt að Hexy hefði eignast 2 hvolpa, annar dó, en hinn lifði :( Sá sem lifði var ekkert smááá sætur!!! Maaaan hvað ég ætla að hlaða upp hundum þegar ég flyt að heiman :D --- mig dreymdi líka fullt annað, en við skulum ekkert fara neitt nánar út í það *sagt með Kristján Ólafsson röddu* (æ muniði ekki *Gott kvöld, Kristján heiti ég Ólafsson - í spaugstofunni)
Jæja börnin mín... ég er að fara á date í kvöld á Caruso.... heyri í ykkur :) Kapísh...!!!
Halla caught a star @ 14:58

|
|