fimmtudagur, desember 21, 2006
Jólin eru skal ég segja ykkur ekki á morgun, ekki hinn heldur HINN!!!!!! :D váááá hvað það er stutt í þau :D Ég er búin að gera allar jólagjafir, öll jólakort og alles :) Ógó klár og skynsöm stelpa hér á ferð... Á morgun hittumst við Rellurnar og það verður mikið gaman, mikið grín...! Smá preveiw: prump...HAHAHAHAHAHA!!!! (einkahúmor) En hey, eruð þið ekki að ELSKA óveðrið sem er úti :D Ég er ekkert smá að "digga" það ;) - Verður maður ekki að leika smá Pollýönnu á svona tímum? Heyrðu já...ég má ekki gleyma að segja ykkur að ég er búin í prófunum og búin að fá einkunnirnar mínar...og ég náði ÖLLU :D Haaaamiiingjaaa :D Núna á ég bara 25 einingar eftir og ætla að reyna að bora þeim öllum inn næstu önn *allir að krossa puttana* Það er til síða ( http://www.myheritage.com ) sem tjékkar hvaða celebrity þú ert lík/ur. Ekki að það sé e-ð svaka merkó, en ég tjékkaði á nokkrum myndum af mér og undantekningalaust var ég líkust Beyoncé!! Hún kom alltaf í fyrsta sæti, og 96-97% lík henni :D Ekki slæmt það!!! Smá proof: Spreed the joy! Miss Beyoncé kveður að sinni! *Maður og kona sitja hlið við hlið í flugvél. Á miðri leið hnerrar maðurinn ógurlega, rennir niður buxnaklaufinni, vippar sprellanum út og þurrkar af honum. Konan trúir vart sínum eigin augum og ákveður að láta sem ekkert sé. Fimm mínútum seinna gerist þetta aftur, á nákvæmlega sama hátt. Konan vart trúir þessu enn og ákveður að segja ekkert, því henni finnst þetta svo gríðarlega skrítið. En í þriðja skiptið trompast konan og lemur manninn þéttingsfast í öxlina og hvæsir "Þetta er í þriðja skiptið sem þú vippar út sprellanum fyrir framan mig og þurrkar af honum!!! Hver djö... er eiginlega að þér,mannandsk...?!?" Maðurinn afsakar sig í bak og fyrir, en bætir því við að hann sé haldinn allsérstæðum sjúkdómi. Hann lýsi sér þannig að í hvert sinn sem þolandi hnerrar fylgir því fullnæging og það allsvakaleg. Konan verður undrandi eins og eðlilegt er og spyr manninn hvort hann hafi ekki tekið eitthvað við þessu. Hann svarar glottandi "Jú, pipar..." *
Halla caught a star @ 13:06
þriðjudagur, desember 12, 2006
Hvað segið þið í dag? Ég er ba rassta komin í júlen-frí og það er YNDISLEGT!!! Ég er samt búin að vera að rifja upp gamla takta hérna á Flugfélaginu og það er bara töff skal ég segja ykkur :) Þau voru klárlega í mikilli þörf fyrir að fá mig :D --Here I come to save the daaaaayyyy (Mighty Mouse lagið) Um helgina skellti ég mér á jólahlaðborð Flugfélagsins. Fyrst málaði ég allar stelpurnar svo við myndum amk vera sæmilega útlítandi.... og svo strolluðum við niðrí bæ þar sem hlaðborðið var haldið. Það er alveg dæmalaust hvað fólk lætur hafa sig útí þegar það er fullt-- ræðum ekkert meira um það! Segjum bara að margir hafi örugglega verið með mjöööög mikinn móral á sunnudeginum!! En að sjálfsögðu ekki ég :D Því ég er mjög skynsöm, og klár, og gáfuð, og bestust, og....og róum okkur aðeins!! Smá update: Ég fæ einkunnirnar mínar eftir 3 daga (Jæks) Magga kemur eftir FIMM daga :D Jólin eru eftir 12 daga!!!! Ég er ekkert smá pirruð útí sjálfa mig þessa stundina! Ég var búin að finna heilann helling af allskonar skemmtilegu stöffi til að blogga um, en ég man ekki helminginn af því! ég verð að byrja að punkta þetta allt hjá mér jafn óðum, Já...eða ég verði að byrja að ganga með svona gula post-it miða á mér, eða binda rauða slaufu á fingurna á mér til að muna...! Því ég veit, elsku lesendur góðir, að þið bíðið með öndina í hálsinum eftir hverri bloggfærslu hjá mér :D ...eða ekki *roðn* En að standameð öndina í hálsinum... hvernig í ansk***** byrjaði þetta máltæki?????? ----- jiminn einasti!!!!!!! Ég fór inná google og ætlaði að gúggla "duck" og þá kom ÞESSI mynd:
Getið þig frætt mig um það HVAÐ þetta er og HVERNIG þetta fyrirbæri tengist ÖND??????
Ein kveður (veit ekki hvort ég á að vera hneyksluð eða í sjokki, hlæjandi eða grátandi!!)
Halla caught a star @ 15:24
þriðjudagur, desember 05, 2006
It's beginning to look a lot like christmas...
Jæja jæja, ekki seinna vænna að skella jóla-lookinu upp :D
Ég er að verða búin í prófum, á 1 eftir ;) og þá er maður bara komin í jólafrí :D Víhííí!! Er núna að vinna uppá flugfélagi og ég er að segja ykkur það að tíminn er mjöööög lengi að líða!! Enginn nennir að tala við mig á msninu og allir bara e-ð að gera annað! Það er bannað! (talkin' in rhymes!!)
Afhverju fær sumt fólk bílpróf??? Veit fólk ekki að vinstri akreinin er fyrir þá sem vilja keyra HRATT??? Ekki þá sem keyra það hægt að skjaldbökur á hækjum og með hælsæri fagni því að komast hraðar!!! Æ, ég nenni ekki að missa mig í þessari umræðu...
Annað mál á dagskrá: NÝJAR MYNDIR KOMNAR FRÁ ÁSTRALÍU :D ég setti reyndar password á síðuna því ég nenni ekki að hver sem er að skoða mig grautmyglaða og úldna :S En þið vinir mínir eruð með svo sterk bein að þið höndlið það alveg :D Ehaggi??? Endilega talið bara við mig og ég læt ykkur fá the word ;)
Anyway...nenni ekki að skrifa meira í dag :)
Halla caught a star @ 17:55
|
|