fimmtudagur, maí 31, 2007
Margt búið að gerast síðan stúdínan skrifaði síðast! ---eða kannski ekki svo margt.... Fór í óvissuferð í gær með "ræktarfólki"...og já, það var heldur betur óvissa sem við lentum í!! Fórum á þennan svaka kósý stað í Hvalfirðinum, hótel Glymur I think... (verður sko farið aftur þangað í framtíðinni...) stemmarinn var fínn, félagsskapurinn var góður, maturinn var lala, þjónustan var.....riiiiight!!!! Hef sjaldan upplifað svona sérstaka þjónustu, þjónarnir voru samt fínir, en konan sem kallaði sig yfirmann var hreint og beint glötuð! ... nenni ekki að skrifa meira um það hér....en ég skal sko segja ykkur frá öðru sem ég lenti í þegar ég var með pabba kallinum í Belgíu!! Við skelltum okkur á pizza stað, pöntuðum pizzu.....maturinn kemur svo, og við byrjum að borða! On with the story.... ég var e-ð að skera í pizzuna mína (hún var bara heil, ekki for-skorin (ef það er orð))... mér fannst pizzan e-ð óvenju stíf, og ég var ekki að ná að skera hana, þannig að ég lagði hnífapörin frá mér og ákvað að rífa hana í sundur... heyrðu, kemur þá ekki PLASTPOKI útúr pizzunni!!! WHAT THE!!??!! Og ég er ekki að tala um einhvern smá, lítinn bút..neineineinei! Ég er að tala um HUGES poka! Skil reyndar ekki hvernig hann náði að fela sig svona vel.... en já, pabbi fór að agfreiðsluborðinu og sagði eigandanum frá þessu frekar mislukkaða atviki, og sagðist jafnramt ekki ætla að borga fyrir pizzuna.... þá verður eigandin BAND BRJÁLAÐUR, öskrar á pabba og spyr í kaldhæðni "þú ætlar þá kannski ekki heldur að borga fyrir gosið?!?!?!?!?!" og pabbi bara...ööööööö NEI!!!!! Svo löbbum við í burtu...og þá kallar hevítis dóna-kallinn á eftir okkur "don't you ever come back here!!!".... hahahaha engar áhyggjur kallinn minn :) Erum ekki að fara þangað í bráð... og enginn af öllu Icelandair crewinu hefur farið á þennan stað síðan, og var þetta stór viðskipta hópur! En ég held að það hvíli álög á mér! Alltaf þegar ég fer einhvert út að borða lendi ég í einhverju svona rugli! Ef það er ekki könguló í súpunni minni (sem hefur btw gerst í alvuru!!!!!) þá klínir stelpan á subway svuntunni sinni ONÍ bátinn minn...og ef hún gerir það ekki, þá missir hún (næstum því, það var mjög tæpt) hor-slummu í bátinn!!! Euuuwww!! Takk fyrir mig... ég er búin!
Halla caught a star @ 17:41
fimmtudagur, maí 24, 2007
Hvar á ég að byrja??.... ööö...kannski á því að ég er orðin STÚDENT!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Til hamingju ég :D víhíííí ;)
Dagurinn var ekkert smá æðislegur :) Fór í greiðslu um morgunin, málaði mig og skellti mér svo í myndatöku (fáið að sjá þær myndir seinna)... Athöfnin byrjaði svo kl 14°° og var til ca 16°°. Þetta gekk allt eins og í sögu...enginn datt eða neitt :) Kl 17°° byrjaði síðan þessi glæsilega veisla, sem heppnaðist ekkert smá vel!! Og það er ekkert grín hvað ég var að fá flottar gjafir! Takk allir æðislega vel fyrir mig :* Ég verð samt að segja smá frá einni gjöfinni: Pabbi hélt ræðu og strax á eftir honum hélt Halla amma ræðu... ég ætla ALLS ekki að fara nánar útí það sem hún sagði í ræðunni, en ég veit að þessi saga verður endurtekin í brúðkaupinu mínu ef það verður einhvertíman....!! Í lok ræðunnar sagði hún að þegar ég var lítil hafði ég beðið hana að mála mynd af mér... hún sagðist ætla að gera það þegar ég yrði eldri... Ræðan hélt áfram og hún sagðist ekki vera viss í dag hvort að ég mundi vilja eiga mynd af mér, en ég mundi örugglega vilja eiga mynd af Hexy... svo kemur afi röltandi til mín, með mynd af Hexy og mér!!!!! Ég fékk svo mikið sjokk að ég fór (EKKI) að gráta.... Það var bara Hildur sem fór að gráta og allir hinir sem horfðu á...lalalala... En já, myndin er SJÚKLEGA FLOTT og hún er alveg NÁKVÆMLEGA eins og við Hexy!!!! Skil ekki hvernig það er hægt að ná þessu svona vel! Hér eru síðan einhverjar myndir úr útskriftinni :) Enjoy Bíð spennt eftir að fá að stíga uppá svið: Ég, langamma og Halla amma: Ég og tvær af Rellunum: Ég og Friðleifsdætur, Siv og Hilla Stína: Sætustu vinkonur í geiminum! Ég og kallarnir mínir: Ég set síðan allar myndirnar í myndaalbúmið mitt seinna :) Þangað til næst- Bæjó P.s... ég var náttúrulega stúdent #1 þannig að skólinn gerði sér lítið fyrir og setti mynd af MÉR á forsíðuna hjá sér ;) og reyndar Margréti sætu líka :) Heimasíða FÁ smella hér
Halla caught a star @ 14:50
sunnudagur, maí 20, 2007
Manamana....dúdúdúrúrú.... manamana...dúdúrúrú.....
Ok, ég er að fara að útskrifast ekki á morgun HELDUR HINN!!!!!!!!!! Ég er samt ekki alveg að trúa því... en ég trúi því þegar ég fæ húfuna á kollinn ;) Spennaaaaa....en samt meira stress... Ætla ekki örugglega allir að mæta í da fiesta??? :) Ykkur er öllum boðið snúllurnar mínar :)
Annars er ég bara komin aftur útá völl, í afgreiðsluna nóta beneð... ekkert smá mikið stuð þar á bæ, as always ;) Allt ófært í dag (veit samt ekki afhverju...er ekki kominn MAÍ??? Jahh..maður spyr sig...) En jámm.... allir í stresskasti og enginn kemst útá land...GAMAN!
En ein spegúlering...er heilaþvottur alltaf af hinu slæma? Er hægt að heilaþvo mann á góðann hátt? En ef að maður er viljugur til að láta heilaþvo sig....Humm....það er amk spurning dagsins....
Halla caught a star @ 20:27
mánudagur, maí 07, 2007
Jæja miner damer og herrer!!!!!!! Spennan er í hámarki og ég veit varla hvað ég heiti lengur!! Jú mikið rétt... ég er að fara til Minneapolis á morgun!!!! Smá verslunar-dekur ferð með mömmu og ömmu ;) hehe skondið nokk.. Hversu illa hallærislegt er það að fara út með galtóma tösku? Ætli það breyti nokkru því hún verður svo vel stöffuð á leiðinni til baka...!! Yessörr! En já, svo er ég líka gríðarleg spenna í mallakútnum því að ég er skal ég segja ykkur BÚIN í prófum og ég er bókstaflega að fara að útskrifast 22 maí!!!!!!!!! Erum við að trúa því???? Ekki ég amk! Allavegana... bara stutt blogg til að monta mig smá :D Adios..
Halla caught a star @ 20:47
þriðjudagur, maí 01, 2007
Halla caught a star @ 17:53
|
|